Erlent

Vísindamenn þróa loftsteina-skjöld yfir Evrópu

Verkefnið er kallað NEOShield og er að stórum hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu.
Verkefnið er kallað NEOShield og er að stórum hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu. mynd/Youtube
Stjarneðlisfræðingar vinna nú að skipulagningu verkefnis sem mun vernda jörðina gegn smástirnum.

Verkefnið er kallað NEOShield og er að stórum hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu. Eðlis- og stjörnufræðingar á vegum verkefnisins munu leita leiða til að stöðva smástirni.

Nú þegar eru hugmyndir á lofti um að skjóta á smástirnin eða nota þyngdarafl til að beina þeim af leið.

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins mun leggja 4 milljónir evra í verkefnið. Einnig munu vísindastofnanir og einkaaðilar leggja fé í verkefnið.

Vonast er til að NEOShield verði tilbúið til starfa innan þriggja ára.

Tilkynningar um framtíð loftsteinavarna berast á heppilegum tíma en í næstu viku mun risavaxinn loftsteinn fara framhjá jörðinni.

Smástirnið er kallað Eros er 400 sinnum stærra en Lundúnaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×