Kæra Reykjavíkurborg Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 10. september 2012 06:00 Ég er komin aftur í þína þjónustu eftir yndislegt sumarfrí. Því eyddi ég að mestu fjarri malbikuðum götum í nær stanslausri veðurblíðu, lá úti í móa með strá í munni og lét mig dreyma um að gerast bóndi. Þó bara svona sumarbóndi. En nú er ég sem sagt komin aftur þótt skrefin hafi verið heldur þung fyrsta fundardaginn. Ég vinn sem kennari í nýsmíðuðum skóla og hlakka til vetrarins vegna þess að starfið er fjölbreytt, krakkarnir skapandi og vinnufélagarnir alltaf til í að sprella. Mér hefur alltaf verið ljóst að kennarastarfið gerði mig ekki ríka. Auðvitað vonar maður að tímar breytist og kennarar, hjúkrunarfólk, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og aðrir sem sinna svona tómstundastörfum geti lifað af laununum en þangað til skulum við bara vona að meirihlutinn hafi reddað sér fyrirvinnu. Það er reyndar vandi út af fyrir sig en ég er hrædd um að ansi margir hafi fundið framtíðarfélaga í svipuðu starfi. ?They breed amongst themselves? var sagt einhvers staðar og spáðu bara í það; þetta fólk mun sennilega eignast börn sem eru tilbúin til þess að vinna mikið fyrir lítið. Það var hins vegar ekki erindið kæra Reykjavík heldur að mér er vandi á höndum. Þannig er að þessi peningaupphæð sem þú borgar mér um hver mánaðamót og sumir kalla laun en ég kýs að kalla kaldhæðni lækkar umtalsvert þegar skóla lýkur á sumrin vegna þess að þá dettur fasta yfirvinnan út. Sumum þykir þetta eflaust eðlilegt, af hverju ætti að borga vinnu sem ekki er sinnt? En starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum sinna varla fastri yfirvinnu í sínu sumarfríi. Nú er sumrinu samt lokið og ég mæti berjablá til vinnu með ótal nýjar hugmyndir í töskunni. Þann 1. ágúst hófst nýtt skólaár og vegna starfsreynslu og stöðu hef ég vaxið um tvo launaflokka. Ég ætla ekkert að vera að telja fram hvað tveir launaflokkar þýða á kennaramáli því ég hef fyrir sið að vera kurteis svona opinberlega en mig munar samt um þennan pening. Og nú vík ég loks að máli dagsins. Launadeildin þín treystir sér ekki til að borga mér full laun fyrr en 1. október. Nú skaltu ekki misskilja mig, ég fæ greiddar krónurnar sem vantaði upp á fyrir ágúst og september, ég fæ þær bara ekki strax. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt stórslys en þetta er veruleikinn á hverju einasta hausti hjá að minnsta kosti þeim þúsund kennurum sem starfa hjá þér. Einhver sagði að vandinn væri einmitt falinn í fjöldanum, launadeildin kæmist bara ekki yfir að afgreiða þetta fyrr en mér er nokkuð sama hver ástæðan er. Ég réði mig í vinnu og vil fá rétt laun. Að þessu sögðu getur þú kannski skilið að mér var brugðið þegar ég sá að vextir hafa bæst við reikninginn frá orkuveitunni þinni af því að ég lét hann bíða. Sama dag rann rukkun um leikskólagjöld inn um lúguna. Ég róaði mig samt niður og minnti mig á að þú gast ekki endilega munað að ég væri starfsmaður hjá þér og þú hefðir ekki borgað mér rétt laun síðustu tvo útborgunardaga. Þar sem ég er sæmilega upplýst veit ég líka að orkuveitan, leikskólinn og launadeildin eru sjálfstæð fyrirtæki og tengjast ekki á nokkurn hátt nema að tilheyra sama sveitarfélagi. Því hef ég ákveðið að taka mig á, verða sjálfstæðari og spila með. Mig langar bara að vita hvert ég sendi vaxtareikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er komin aftur í þína þjónustu eftir yndislegt sumarfrí. Því eyddi ég að mestu fjarri malbikuðum götum í nær stanslausri veðurblíðu, lá úti í móa með strá í munni og lét mig dreyma um að gerast bóndi. Þó bara svona sumarbóndi. En nú er ég sem sagt komin aftur þótt skrefin hafi verið heldur þung fyrsta fundardaginn. Ég vinn sem kennari í nýsmíðuðum skóla og hlakka til vetrarins vegna þess að starfið er fjölbreytt, krakkarnir skapandi og vinnufélagarnir alltaf til í að sprella. Mér hefur alltaf verið ljóst að kennarastarfið gerði mig ekki ríka. Auðvitað vonar maður að tímar breytist og kennarar, hjúkrunarfólk, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og aðrir sem sinna svona tómstundastörfum geti lifað af laununum en þangað til skulum við bara vona að meirihlutinn hafi reddað sér fyrirvinnu. Það er reyndar vandi út af fyrir sig en ég er hrædd um að ansi margir hafi fundið framtíðarfélaga í svipuðu starfi. ?They breed amongst themselves? var sagt einhvers staðar og spáðu bara í það; þetta fólk mun sennilega eignast börn sem eru tilbúin til þess að vinna mikið fyrir lítið. Það var hins vegar ekki erindið kæra Reykjavík heldur að mér er vandi á höndum. Þannig er að þessi peningaupphæð sem þú borgar mér um hver mánaðamót og sumir kalla laun en ég kýs að kalla kaldhæðni lækkar umtalsvert þegar skóla lýkur á sumrin vegna þess að þá dettur fasta yfirvinnan út. Sumum þykir þetta eflaust eðlilegt, af hverju ætti að borga vinnu sem ekki er sinnt? En starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum sinna varla fastri yfirvinnu í sínu sumarfríi. Nú er sumrinu samt lokið og ég mæti berjablá til vinnu með ótal nýjar hugmyndir í töskunni. Þann 1. ágúst hófst nýtt skólaár og vegna starfsreynslu og stöðu hef ég vaxið um tvo launaflokka. Ég ætla ekkert að vera að telja fram hvað tveir launaflokkar þýða á kennaramáli því ég hef fyrir sið að vera kurteis svona opinberlega en mig munar samt um þennan pening. Og nú vík ég loks að máli dagsins. Launadeildin þín treystir sér ekki til að borga mér full laun fyrr en 1. október. Nú skaltu ekki misskilja mig, ég fæ greiddar krónurnar sem vantaði upp á fyrir ágúst og september, ég fæ þær bara ekki strax. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt stórslys en þetta er veruleikinn á hverju einasta hausti hjá að minnsta kosti þeim þúsund kennurum sem starfa hjá þér. Einhver sagði að vandinn væri einmitt falinn í fjöldanum, launadeildin kæmist bara ekki yfir að afgreiða þetta fyrr en mér er nokkuð sama hver ástæðan er. Ég réði mig í vinnu og vil fá rétt laun. Að þessu sögðu getur þú kannski skilið að mér var brugðið þegar ég sá að vextir hafa bæst við reikninginn frá orkuveitunni þinni af því að ég lét hann bíða. Sama dag rann rukkun um leikskólagjöld inn um lúguna. Ég róaði mig samt niður og minnti mig á að þú gast ekki endilega munað að ég væri starfsmaður hjá þér og þú hefðir ekki borgað mér rétt laun síðustu tvo útborgunardaga. Þar sem ég er sæmilega upplýst veit ég líka að orkuveitan, leikskólinn og launadeildin eru sjálfstæð fyrirtæki og tengjast ekki á nokkurn hátt nema að tilheyra sama sveitarfélagi. Því hef ég ákveðið að taka mig á, verða sjálfstæðari og spila með. Mig langar bara að vita hvert ég sendi vaxtareikninginn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar