Kæra Reykjavíkurborg Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 10. september 2012 06:00 Ég er komin aftur í þína þjónustu eftir yndislegt sumarfrí. Því eyddi ég að mestu fjarri malbikuðum götum í nær stanslausri veðurblíðu, lá úti í móa með strá í munni og lét mig dreyma um að gerast bóndi. Þó bara svona sumarbóndi. En nú er ég sem sagt komin aftur þótt skrefin hafi verið heldur þung fyrsta fundardaginn. Ég vinn sem kennari í nýsmíðuðum skóla og hlakka til vetrarins vegna þess að starfið er fjölbreytt, krakkarnir skapandi og vinnufélagarnir alltaf til í að sprella. Mér hefur alltaf verið ljóst að kennarastarfið gerði mig ekki ríka. Auðvitað vonar maður að tímar breytist og kennarar, hjúkrunarfólk, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og aðrir sem sinna svona tómstundastörfum geti lifað af laununum en þangað til skulum við bara vona að meirihlutinn hafi reddað sér fyrirvinnu. Það er reyndar vandi út af fyrir sig en ég er hrædd um að ansi margir hafi fundið framtíðarfélaga í svipuðu starfi. ?They breed amongst themselves? var sagt einhvers staðar og spáðu bara í það; þetta fólk mun sennilega eignast börn sem eru tilbúin til þess að vinna mikið fyrir lítið. Það var hins vegar ekki erindið kæra Reykjavík heldur að mér er vandi á höndum. Þannig er að þessi peningaupphæð sem þú borgar mér um hver mánaðamót og sumir kalla laun en ég kýs að kalla kaldhæðni lækkar umtalsvert þegar skóla lýkur á sumrin vegna þess að þá dettur fasta yfirvinnan út. Sumum þykir þetta eflaust eðlilegt, af hverju ætti að borga vinnu sem ekki er sinnt? En starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum sinna varla fastri yfirvinnu í sínu sumarfríi. Nú er sumrinu samt lokið og ég mæti berjablá til vinnu með ótal nýjar hugmyndir í töskunni. Þann 1. ágúst hófst nýtt skólaár og vegna starfsreynslu og stöðu hef ég vaxið um tvo launaflokka. Ég ætla ekkert að vera að telja fram hvað tveir launaflokkar þýða á kennaramáli því ég hef fyrir sið að vera kurteis svona opinberlega en mig munar samt um þennan pening. Og nú vík ég loks að máli dagsins. Launadeildin þín treystir sér ekki til að borga mér full laun fyrr en 1. október. Nú skaltu ekki misskilja mig, ég fæ greiddar krónurnar sem vantaði upp á fyrir ágúst og september, ég fæ þær bara ekki strax. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt stórslys en þetta er veruleikinn á hverju einasta hausti hjá að minnsta kosti þeim þúsund kennurum sem starfa hjá þér. Einhver sagði að vandinn væri einmitt falinn í fjöldanum, launadeildin kæmist bara ekki yfir að afgreiða þetta fyrr en mér er nokkuð sama hver ástæðan er. Ég réði mig í vinnu og vil fá rétt laun. Að þessu sögðu getur þú kannski skilið að mér var brugðið þegar ég sá að vextir hafa bæst við reikninginn frá orkuveitunni þinni af því að ég lét hann bíða. Sama dag rann rukkun um leikskólagjöld inn um lúguna. Ég róaði mig samt niður og minnti mig á að þú gast ekki endilega munað að ég væri starfsmaður hjá þér og þú hefðir ekki borgað mér rétt laun síðustu tvo útborgunardaga. Þar sem ég er sæmilega upplýst veit ég líka að orkuveitan, leikskólinn og launadeildin eru sjálfstæð fyrirtæki og tengjast ekki á nokkurn hátt nema að tilheyra sama sveitarfélagi. Því hef ég ákveðið að taka mig á, verða sjálfstæðari og spila með. Mig langar bara að vita hvert ég sendi vaxtareikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er komin aftur í þína þjónustu eftir yndislegt sumarfrí. Því eyddi ég að mestu fjarri malbikuðum götum í nær stanslausri veðurblíðu, lá úti í móa með strá í munni og lét mig dreyma um að gerast bóndi. Þó bara svona sumarbóndi. En nú er ég sem sagt komin aftur þótt skrefin hafi verið heldur þung fyrsta fundardaginn. Ég vinn sem kennari í nýsmíðuðum skóla og hlakka til vetrarins vegna þess að starfið er fjölbreytt, krakkarnir skapandi og vinnufélagarnir alltaf til í að sprella. Mér hefur alltaf verið ljóst að kennarastarfið gerði mig ekki ríka. Auðvitað vonar maður að tímar breytist og kennarar, hjúkrunarfólk, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og aðrir sem sinna svona tómstundastörfum geti lifað af laununum en þangað til skulum við bara vona að meirihlutinn hafi reddað sér fyrirvinnu. Það er reyndar vandi út af fyrir sig en ég er hrædd um að ansi margir hafi fundið framtíðarfélaga í svipuðu starfi. ?They breed amongst themselves? var sagt einhvers staðar og spáðu bara í það; þetta fólk mun sennilega eignast börn sem eru tilbúin til þess að vinna mikið fyrir lítið. Það var hins vegar ekki erindið kæra Reykjavík heldur að mér er vandi á höndum. Þannig er að þessi peningaupphæð sem þú borgar mér um hver mánaðamót og sumir kalla laun en ég kýs að kalla kaldhæðni lækkar umtalsvert þegar skóla lýkur á sumrin vegna þess að þá dettur fasta yfirvinnan út. Sumum þykir þetta eflaust eðlilegt, af hverju ætti að borga vinnu sem ekki er sinnt? En starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum sinna varla fastri yfirvinnu í sínu sumarfríi. Nú er sumrinu samt lokið og ég mæti berjablá til vinnu með ótal nýjar hugmyndir í töskunni. Þann 1. ágúst hófst nýtt skólaár og vegna starfsreynslu og stöðu hef ég vaxið um tvo launaflokka. Ég ætla ekkert að vera að telja fram hvað tveir launaflokkar þýða á kennaramáli því ég hef fyrir sið að vera kurteis svona opinberlega en mig munar samt um þennan pening. Og nú vík ég loks að máli dagsins. Launadeildin þín treystir sér ekki til að borga mér full laun fyrr en 1. október. Nú skaltu ekki misskilja mig, ég fæ greiddar krónurnar sem vantaði upp á fyrir ágúst og september, ég fæ þær bara ekki strax. Þetta hljómar kannski ekki eins og neitt stórslys en þetta er veruleikinn á hverju einasta hausti hjá að minnsta kosti þeim þúsund kennurum sem starfa hjá þér. Einhver sagði að vandinn væri einmitt falinn í fjöldanum, launadeildin kæmist bara ekki yfir að afgreiða þetta fyrr en mér er nokkuð sama hver ástæðan er. Ég réði mig í vinnu og vil fá rétt laun. Að þessu sögðu getur þú kannski skilið að mér var brugðið þegar ég sá að vextir hafa bæst við reikninginn frá orkuveitunni þinni af því að ég lét hann bíða. Sama dag rann rukkun um leikskólagjöld inn um lúguna. Ég róaði mig samt niður og minnti mig á að þú gast ekki endilega munað að ég væri starfsmaður hjá þér og þú hefðir ekki borgað mér rétt laun síðustu tvo útborgunardaga. Þar sem ég er sæmilega upplýst veit ég líka að orkuveitan, leikskólinn og launadeildin eru sjálfstæð fyrirtæki og tengjast ekki á nokkurn hátt nema að tilheyra sama sveitarfélagi. Því hef ég ákveðið að taka mig á, verða sjálfstæðari og spila með. Mig langar bara að vita hvert ég sendi vaxtareikninginn.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun