Lífið

Úr fyrirsætustörfum í fyrirtækjarekstur

Nóg að gera Þær Helga Björndóttir og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir kynntust við fyrirsætustörf á Indlandi og reka núna saman fyrirtækið Minicards. 
Fréttablaðið/anton
Nóg að gera Þær Helga Björndóttir og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir kynntust við fyrirsætustörf á Indlandi og reka núna saman fyrirtækið Minicards. Fréttablaðið/anton
„Við kynntumst á Indlandi árið 2006 en þá grunaði okkur ekki að við mundum enda á að reka saman fyrirtæki," segir Helga Björnsdóttir, annar eigandi Minicards á Íslandi, sem hún rekur ásamt vinkonu sinni Sigríði Hrönn Guðmundsdóttur.

Helga og Sigríður kynntust er þær héldu út til Indlands á vegum Eskimo fyrirsætuskrifstofunnar til að vinna í nokkra mánuði. „Það var mikið ævintýri og í raun alveg ótrúleg upplifun að búa þarna. Sigga var búin að vera úti í eitt ár þegar ég flutti út og hún var orðin þjóðþekkt persóna á Indlandi. Prýddi risa auglýsingaskilti, lék í bíómyndum og sjónvarpsauglýsingum. Við urðum miklar vinkonur úti, sem var í raun fyndið því við vorum í samkeppni um verkefnin þarna úti," segir Helga en það var hún sem fékk hugmyndina að því að stofna Minicards hér heima.

Minicards er auglýsingamáti sem innlend fyrirtæki geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri við erlenda, sem og innlenda ferðamenn. Um er að ræða lítil spjöld sem hanga á þar til gerðum stöndum á stöðum þar sem ferðamenn eiga helst leið um. Helga uppgötvaði Minicards ásamt foreldrum sínum í Amsterdam fyrir nokkrum árum.

„Okkur fannst þetta svo sniðugt hugmynd og eitthvað sem ætti erindi hingað heim. Þetta gengur mjög vel og þessa dagana erum við á leiðinni með fyrirtækið til Akureyrar líka," segir Helga en bæði hún og Sigríður eru í fullu háskólanámi samhliða fyrirtækjarekstrinum og með börn á sama aldri.

„Nú erum við á fullu að búa okkur undir komandi ferðamannatímabil. Það er því mikið fjör og nóg að gera." - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.