Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástæðan uppsagnir innan fyrirtækisins. Þá herma heimildir ennfremur að á annan tug starfsmanna verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða fyrirtækisins.
65 starfsmönnum var sagt upp störfum hjá Orkuveitunni í október árið 2010. Eftir uppsagnirnar hjá Orkuveitunni þá störfuðu rétt rúmlega fimmhundruð manns hjá fyrirtækinu. Ástæðan fyrir uppsögnunum þá var bág fjárhagsstaða fyrirtækisins.
Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Uppsagnir hjá Orkuveitunni - boðað til blaðamannafundar
