Frelsi til að valda þjáningum og dauða? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 29. september 2012 06:00 Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun