Erlent

Hátt í hundrað saknað eftir að skipi hvolfdi við Ástralíu

Að minnsta kosti þrír fórust og hátt í hundrað manns er saknað eftir að skipi hvolfdi undan ströndum Ástralíu. Um 200 manns voru um borð en tekist hefur að bjarga 110 þeirra.

Fólk þetta var flóttamenn á leið frá Sri Lanka til Ástralíu. Skipið var statt um 120 mílur norður af Jólaeyju þegar því hvolfdi

Þeir sem hafa fundist á lífi hafa verið fluttir til Jólaeyjar en þar er miðstöð fyrir innflytjendur til Ástralíu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×