Erlent

Stjórnarskrá Washingtons seldist á hundruð milljóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bókin er mjög tilkomumikil.
Bókin er mjög tilkomumikil. mynd/ afp.
Eintak af bandarísku stjórnarskránni sem var í eigu George Washington seldist nýverið á 10 milljónir bandaríkjadala. Upphæðin nemur rétt tæplega 1300 milljónum íslenskra króna. Bókin var prentuð árið 1789, eða fyrsta árið sem George Washington sat í embætti. Fyrirfram var áætlað að bókin færi á einungis tvær til þrjár milljónir bandaríkjadala en niðurstaða uppboðsins varð allt önnur. Sagnfræðingar segja að það séu glósur sem Washington skrifar sjálfur í bókina sem geri hana svo verðmæta. Forsetinn hafi verið vel meðvitaður um það fordæmi sem hann myndi setja þeim forsetum sem fylgdu á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×