Kjósendur axli ábyrgð 19. desember 2012 06:00 Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun