Ferðasjóður íþróttafélaganna 19. desember 2012 06:00 Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar