Fræðsla á milli menningarheima 19. desember 2012 06:00 Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar