ESB ákveður leyfilegan heildarafla Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar