Persónuleg og heilsteypt rokkplata Trausti Júlíusson skrifar 18. desember 2012 12:00 Pétur Ben með God's Lonely Man. God's Lonely Man. Pétur Ben. Eigin útgáfa God's Lonely Man er önnur sólóplata Péturs Ben. Sú fyrri, Wine for My Weakness, kom út árið 2006 og fékk mjög góða dóma, var meðal annars valin besta rokk- og jaðartónlistarplatan á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir. Pétur hefur samt ekki setið auðum höndum þessi sex ár sem liðu á milli platna. Hann hefur unnið sem upptökustjóri, lagahöfundur og hljóðfæraleikari, meðal annars með Mugison, Bubba og Ellen Kristjáns, auk þess að hafa samið tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús. Í fyrra gerði hann svo plötuna Numbers Game í samstarfi við Eberg. Það fór mikil vinna í God's Lonely Man. Hún var meðal annars tekin upp tvisvar þar sem Pétur var ekki nógu sáttur við útkomuna í fyrra skiptið. Það er ekki hægt að segja annað en að umstangið hafi borgað sig. Þetta er óvenju kraftmikil og sannfærandi rokkplata. God's Lonely Man sækir stíft í jaðarrokk síðustu áratuga. Það er til dæmis greinileg All Tomorrow's Parties (Velvet Underground) stemning í upphafslaginu Pieces of the Moon (áslátturinn, gítarinn, fiðlan…), titillagið minnir töluvert á tónlist Nick Cave & the Bad Seeds og á laginu Yellow Flower er Jesus & Mary Chain-blær. Hljómur plötunnar er frekar hrár og djúpur og mjög vel heppnaður. Auk hefðbundinna rokkhljóðfæra eru strengir í öllum lögunum nema lokalaginu. Þeir eru misáberandi í hljóðblönduninni, en setja oft sterkan svip á tónlistina. Lokalagið, Tomorrow's Rain, sker sig svolítið úr og er eitt af bestu lögunum. Í því gegnir kórsöngur mikilvægu hlutverki og sá kór er ekki verri endanum; Sindri Sin Fang, Lay Low, Snorri Helgason og fleiri. Það er reyndar valinn maður í hverju rúmi á plötunni. Sigtryggur Baldursson trommar, Davíð Þór Jónsson spilar á hammond og píanó, Amiinu-stelpurnar sjá um strengjaleikinn og svo framvegis. Margir þessara snillinga sýna fín tilþrif en Pétur sjálfur er samt í aðalhlutverki og sýnir enn á ný hvað hann er frábær gítarleikari. Þó að áhrif heyrist frá jaðarrokki síðustu áratuga á God's Lonely Man hefur Pétur Ben fundið sína eigin samsetningu og útkoman er heilsteypt og flott plata. Textarnir, sem eru á ensku, eru líka góðir. Þeir eru bæði persónulegir og fullir af skemmtilegum pælingum. Niðurstaða: Sterk og persónuleg rokkplata frá Pétri Ben. Gagnrýni Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
God's Lonely Man. Pétur Ben. Eigin útgáfa God's Lonely Man er önnur sólóplata Péturs Ben. Sú fyrri, Wine for My Weakness, kom út árið 2006 og fékk mjög góða dóma, var meðal annars valin besta rokk- og jaðartónlistarplatan á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir. Pétur hefur samt ekki setið auðum höndum þessi sex ár sem liðu á milli platna. Hann hefur unnið sem upptökustjóri, lagahöfundur og hljóðfæraleikari, meðal annars með Mugison, Bubba og Ellen Kristjáns, auk þess að hafa samið tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús. Í fyrra gerði hann svo plötuna Numbers Game í samstarfi við Eberg. Það fór mikil vinna í God's Lonely Man. Hún var meðal annars tekin upp tvisvar þar sem Pétur var ekki nógu sáttur við útkomuna í fyrra skiptið. Það er ekki hægt að segja annað en að umstangið hafi borgað sig. Þetta er óvenju kraftmikil og sannfærandi rokkplata. God's Lonely Man sækir stíft í jaðarrokk síðustu áratuga. Það er til dæmis greinileg All Tomorrow's Parties (Velvet Underground) stemning í upphafslaginu Pieces of the Moon (áslátturinn, gítarinn, fiðlan…), titillagið minnir töluvert á tónlist Nick Cave & the Bad Seeds og á laginu Yellow Flower er Jesus & Mary Chain-blær. Hljómur plötunnar er frekar hrár og djúpur og mjög vel heppnaður. Auk hefðbundinna rokkhljóðfæra eru strengir í öllum lögunum nema lokalaginu. Þeir eru misáberandi í hljóðblönduninni, en setja oft sterkan svip á tónlistina. Lokalagið, Tomorrow's Rain, sker sig svolítið úr og er eitt af bestu lögunum. Í því gegnir kórsöngur mikilvægu hlutverki og sá kór er ekki verri endanum; Sindri Sin Fang, Lay Low, Snorri Helgason og fleiri. Það er reyndar valinn maður í hverju rúmi á plötunni. Sigtryggur Baldursson trommar, Davíð Þór Jónsson spilar á hammond og píanó, Amiinu-stelpurnar sjá um strengjaleikinn og svo framvegis. Margir þessara snillinga sýna fín tilþrif en Pétur sjálfur er samt í aðalhlutverki og sýnir enn á ný hvað hann er frábær gítarleikari. Þó að áhrif heyrist frá jaðarrokki síðustu áratuga á God's Lonely Man hefur Pétur Ben fundið sína eigin samsetningu og útkoman er heilsteypt og flott plata. Textarnir, sem eru á ensku, eru líka góðir. Þeir eru bæði persónulegir og fullir af skemmtilegum pælingum. Niðurstaða: Sterk og persónuleg rokkplata frá Pétri Ben.
Gagnrýni Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira