Kirkja og kylfingar Örn Bárður Jónsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun