Eiga stefnur að leiða almannafé? Pétur Berg Matthíasson skrifar 14. desember 2012 06:00 Í grein sem undirritaðir skrifuðu um stefnumótun og áætlanagerð og birt var í lok júní í Fréttablaðinu var í stuttu í máli greint frá niðurstöðum greiningar á stefnum og áætlunum ríkisins sem unnin var í fyrra. Ein af meginniðurstöðum greiningarinnar var ófullnægjandi tenging stefnumótunar og áætlanagerðar innan stjórnsýslunnar við fjármuni. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum tíðina til að tengja stefnur, áætlanir og verkefni betur við fjárveitingar. Án fjármuna er ólíklegt að markmið stefnu eða áætlunar nái fram að ganga. Fleiri þættir skipta máli en okkur langar að fjalla um nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að tengja almannafé betur stefnum og áætlunum.Árangur ræður fjárveitingu Ein aðferð til að tengja stefnur og áætlanir við fjármuni er að árangurstengja fjárlagagerð. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur árangurstenging fjárlaga orðið viðurkennt verklag meðal margra ríkja og alþjóðastofnana. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur talað fyrir verklaginu og gefið út fjölda skýrslna um viðfangsefnið. Með árangurstengingu fjárlaga er lögð aukin áhersla á að skoða mælanlega þætti, þ.e. hvaða árangri stofnanir geta náð fyrir takmarkaða fjármuni. Árangurstenging fjárlaga er talin geta bætt aðhald og stjórnun í ríkisrekstri auk þess sem skilvirkni og frammistaða getur orðið betri. Notkun mælanlegra upplýsinga um starfsemi ríkisins er ekki ný af nálinni en nýting slíkra upplýsinga samhliða gerð fjárlaga er það sem árangurstenging fjárlaga snýst um. OECD hefur greint þrjár meginleiðir til þess að árangurstengja fjárlög. Í leið eitt eru upplýsingar um árangur jafnan hafðar til sýnis í fjárlagafrumvarpi en þær hafa engin áhrif á fjárlögin. Í leið tvö eru upplýsingar um árangur af starfsemi ríkisins nýttar við fjárlagagerðina en þær hafa ekki bein áhrif á hvernig fjármunum verður varið til verkefna. Flest ríki tileinka sér verklag mitt á milli fyrstu og annarrar leiðar. Leið 3 gengur hvað lengst en fæst ríki hafa tileinkað sér hana. Hún felur í sér að fjármunum er úthlutað í samræmi við árangur. Dæmi um slíkt er að fjárveitingar til skóla grundvallast á því hversu margir útskrifast. Það er ekki hægt að fella allan ríkisreksturinn á Íslandi undir eina af þessum leiðum. Finna má dæmi sem falla undir allar leiðirnar. Aftur á móti er óhætt að segja að stærstur hluti ríkisrekstrarins falli undir leið eitt, þ.e. að upplýsingar um árangur hafi engin áhrif á fjárveitingar.Stefna ræður fjárveitingu Önnur aðferð til að meta kostnað við stefnur eða áætlanir er að skilgreina nákvæmlega hvaða þjónustu stjórnvöld vilja bjóða upp og kostnaðarmeta hana. Þessi aðferð er notuð við mat á verkefnum þegar verið er að móta áætlanir sem grundvallast á verklegum þáttum, s.s. vegagerð eða brúarsmíði, þar sem upphaf og endir er nokkuð skýr. Jafnframt er þessi aðferð nokkuð algeng þegar kemur að einkarekstrarverkefnum ríkisins. Segja má að þessi aðferð sé sjaldan notuð við stefnumótun og áætlanagerð þar sem verkefni í áætlun felast í breytingu á þáttum sem snúa t.d. að þjónustu, skipulagi, aðferðum eða vinnulagi. Sem dæmi um þetta má nefna að í sumar samþykkti Alþingi þingsályktun um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi. Hér er á ferðinni áhugavert verkefni sem getur orðið ákveðin fyrirmynd í því hvernig til tekst að skilgreina opinbera þjónustu og kostnaðarmeta.Tenging stefna og fjárveitinga Í fjárlögum er jafnan ekki kveðið á um fjármögnun sérstakra stefna og áætlana. Þó er gert ráð fyrir að ráðuneytin hafi til hliðsjónar stefnur sínar og áætlanir við undirbúning fjárlaga hvers árs. Samgönguáætlun sker sig úr hvað þetta varðar, þar sem í henni eru tilgreindir fjármunir sem fara í tiltekin verkefni og í þingskjalinu sjálfu eru gefnar upp fjárveitingar, sem er fágætt. Erfiðara hefur reynst að meta kostnað við aðrar stefnur og áætlanir ríkisins nema þær innihaldi skýr afmörkuð verkefni. Mikilvægt er að koma á skipulagi innan ríkisrekstrarins þar sem kostnaður við stefnur og áætlanir er metinn og tengdur fjárlagagerð með markvissari hætti. Þess má geta að innan Stjórnarráðsins eru yfir 100 stefnur og áætlanir og því skiptir það verulegu máli hvort þær eru fjármagnaðar. Mikilvægt er að koma á betra skipulagi og auka yfirsýn yfir stefnur og áætlanir ríkisins, meðal annars með því að fækka þeim, einfalda og samhæfa. Undirbúningur að slíkri vinnu stendur nú yfir innan Stjórnarráðsins. Það er alveg ljóst að skilmerkilegri tenging stefna og áætlana við fjárveitingar er grundvöllur þess að raunhæft sé að framkvæma verkefni og ná fram markmiðum stefnumótunar og áætlanagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í grein sem undirritaðir skrifuðu um stefnumótun og áætlanagerð og birt var í lok júní í Fréttablaðinu var í stuttu í máli greint frá niðurstöðum greiningar á stefnum og áætlunum ríkisins sem unnin var í fyrra. Ein af meginniðurstöðum greiningarinnar var ófullnægjandi tenging stefnumótunar og áætlanagerðar innan stjórnsýslunnar við fjármuni. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum tíðina til að tengja stefnur, áætlanir og verkefni betur við fjárveitingar. Án fjármuna er ólíklegt að markmið stefnu eða áætlunar nái fram að ganga. Fleiri þættir skipta máli en okkur langar að fjalla um nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að tengja almannafé betur stefnum og áætlunum.Árangur ræður fjárveitingu Ein aðferð til að tengja stefnur og áætlanir við fjármuni er að árangurstengja fjárlagagerð. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur árangurstenging fjárlaga orðið viðurkennt verklag meðal margra ríkja og alþjóðastofnana. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur talað fyrir verklaginu og gefið út fjölda skýrslna um viðfangsefnið. Með árangurstengingu fjárlaga er lögð aukin áhersla á að skoða mælanlega þætti, þ.e. hvaða árangri stofnanir geta náð fyrir takmarkaða fjármuni. Árangurstenging fjárlaga er talin geta bætt aðhald og stjórnun í ríkisrekstri auk þess sem skilvirkni og frammistaða getur orðið betri. Notkun mælanlegra upplýsinga um starfsemi ríkisins er ekki ný af nálinni en nýting slíkra upplýsinga samhliða gerð fjárlaga er það sem árangurstenging fjárlaga snýst um. OECD hefur greint þrjár meginleiðir til þess að árangurstengja fjárlög. Í leið eitt eru upplýsingar um árangur jafnan hafðar til sýnis í fjárlagafrumvarpi en þær hafa engin áhrif á fjárlögin. Í leið tvö eru upplýsingar um árangur af starfsemi ríkisins nýttar við fjárlagagerðina en þær hafa ekki bein áhrif á hvernig fjármunum verður varið til verkefna. Flest ríki tileinka sér verklag mitt á milli fyrstu og annarrar leiðar. Leið 3 gengur hvað lengst en fæst ríki hafa tileinkað sér hana. Hún felur í sér að fjármunum er úthlutað í samræmi við árangur. Dæmi um slíkt er að fjárveitingar til skóla grundvallast á því hversu margir útskrifast. Það er ekki hægt að fella allan ríkisreksturinn á Íslandi undir eina af þessum leiðum. Finna má dæmi sem falla undir allar leiðirnar. Aftur á móti er óhætt að segja að stærstur hluti ríkisrekstrarins falli undir leið eitt, þ.e. að upplýsingar um árangur hafi engin áhrif á fjárveitingar.Stefna ræður fjárveitingu Önnur aðferð til að meta kostnað við stefnur eða áætlanir er að skilgreina nákvæmlega hvaða þjónustu stjórnvöld vilja bjóða upp og kostnaðarmeta hana. Þessi aðferð er notuð við mat á verkefnum þegar verið er að móta áætlanir sem grundvallast á verklegum þáttum, s.s. vegagerð eða brúarsmíði, þar sem upphaf og endir er nokkuð skýr. Jafnframt er þessi aðferð nokkuð algeng þegar kemur að einkarekstrarverkefnum ríkisins. Segja má að þessi aðferð sé sjaldan notuð við stefnumótun og áætlanagerð þar sem verkefni í áætlun felast í breytingu á þáttum sem snúa t.d. að þjónustu, skipulagi, aðferðum eða vinnulagi. Sem dæmi um þetta má nefna að í sumar samþykkti Alþingi þingsályktun um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi. Hér er á ferðinni áhugavert verkefni sem getur orðið ákveðin fyrirmynd í því hvernig til tekst að skilgreina opinbera þjónustu og kostnaðarmeta.Tenging stefna og fjárveitinga Í fjárlögum er jafnan ekki kveðið á um fjármögnun sérstakra stefna og áætlana. Þó er gert ráð fyrir að ráðuneytin hafi til hliðsjónar stefnur sínar og áætlanir við undirbúning fjárlaga hvers árs. Samgönguáætlun sker sig úr hvað þetta varðar, þar sem í henni eru tilgreindir fjármunir sem fara í tiltekin verkefni og í þingskjalinu sjálfu eru gefnar upp fjárveitingar, sem er fágætt. Erfiðara hefur reynst að meta kostnað við aðrar stefnur og áætlanir ríkisins nema þær innihaldi skýr afmörkuð verkefni. Mikilvægt er að koma á skipulagi innan ríkisrekstrarins þar sem kostnaður við stefnur og áætlanir er metinn og tengdur fjárlagagerð með markvissari hætti. Þess má geta að innan Stjórnarráðsins eru yfir 100 stefnur og áætlanir og því skiptir það verulegu máli hvort þær eru fjármagnaðar. Mikilvægt er að koma á betra skipulagi og auka yfirsýn yfir stefnur og áætlanir ríkisins, meðal annars með því að fækka þeim, einfalda og samhæfa. Undirbúningur að slíkri vinnu stendur nú yfir innan Stjórnarráðsins. Það er alveg ljóst að skilmerkilegri tenging stefna og áætlana við fjárveitingar er grundvöllur þess að raunhæft sé að framkvæma verkefni og ná fram markmiðum stefnumótunar og áætlanagerðar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar