Snorrabrautin dauðagildra? Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Pabbi stendur við gönguljós einn eftirmiðdaginn á Snorrabrautinni með stelpurnar sínar í hvora hönd. Sú yngri er glöð og kát, hoppandi og skoppandi. Pabbinn bíður samviskusamlega eftir græna kallinum en litlan hoppar og skoppar óvart út á götu. Pabbinn þrífur hana snöggt til sín og bíll þýtur framhjá sekúndubrotum síðar langt yfir löglegum ökuhraða. Pabbinn fær mikinn hjartslátt, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið... Kona sest inn í bíl sem lagt er á bílastæði við Snorrabraut. Rétt í þann mund sem hún er sest keyrir annar bíll utan í kyrrstæðan bílinn .... yfir löglegum ökuhraða. Konan situr stjörf í bílnum, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið. Þessar örsögur eru sannar og það sem meira er; þær fjalla um mína nánustu fjölskyldu, dóttur mína fimm ára og móður mína. Þessar sögur eru aðeins brotabrot af mörgum sögum sem ég gæti fyllt heila bók af. Nú hef ég flutt mig tímabundið til útlanda en í hvert sinn sem við förum yfir stóra og hættulega götu er hún kölluð Snorrabrautin af dætrum mínum. Þær eru hræddari við Snorrabrautina en Grýlu, þær vilja að við flytjum hinum megin við þessa ógn þegar við komum heim svo að þær geti gengið einar í skólann. Ég þekki nokkrar fjölskyldur sem hafa flutt vegna þessarar götu.Til skoðunar Ég vildi gjarnan hætta að þurfa segja sögur um lífsháska við Snorrabraut. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrifa til borgarstjórnar um ógnina miklu. Fyrsta árið fékk ég þau svör að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því það væri búið að gera ráð fyrir breytingum, að akreinum yrði fækkað og hjólaakrein væri á planinu. Ég sendi aftur bréfið ári síðar og sendi inn tillögu á Betri Reykjavík til að krefjast umbóta eða lagfæringar. Hugmyndin mín Lífvænleg Snorrabraut er nú flokkuð sem afgreidd tillaga og svarið er á þessa leið: „Þakka ábendingar og ágæta umræðu um umferð á Snorrabraut. Í sem stystu máli má segja að Snorrabraut er einmitt til skoðunar eins [og] um er rætt í tillögunni og hugmyndir að breytingum eru til umfjöllunar. Svar lagt fram í umhverfis- og samgönguráði. f.h. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar Ólafur Bjarnason samgöngustjóri“ Og svona hljóða flest svörin sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum.Forgangsmál Við Snorrabrautina eru engin skilti með hámarkshraða, það eru engar hraðahindranir. Við Snorrabrautina eru allt of mörg umferðarljós, hins vegar hægja þau ekkert á umferð heldur gera einmitt hið gagnstæða, bílstjórar bruna niður Bústaðaveginn til að ná fyrstu ljósunum og svo koll af kolli. Hér í Edinborg, fimm hundruð þúsund manna borg, hjóla ég á götunum, líka stóru götunum, og oft á sértilgerðum hjólaakreinum. Á Snorrabrautinni þori ég það ekki, ég get ekki talið fjölda þeirra ákeyrslna og árekstra sem ég hef orðið vitni að á þessari götu á fingrum handa minna. Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferðarlög séu brotin og það allan liðlangan daginn. Þetta kom fram í skýrslu ársins 2010 frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Hörmuleg slys hafa orðið á þessari götu og það ætti að vera forgangsmál borgarráðs að gera götuna betri fyrir hjólandi, gangandi og keyrandi. Snorrabrautin er mannfjandsamleg dauðagildra eins og hún er í dag. Ég ákalla ykkur í borgarráði, sum ykkar eigið börn í sama skóla og börn mín fara í, sum ykkar keyrið Snorrabrautina, hjólið eða jafnvel gangið yfir oft á dag, sum ykkar eru sérmenntuð í borgarskipulagi. Öll eigið þið það sameiginlegt með mér, geri ég fastlega ráð fyrir, að vilja ekki verða fyrir slysi eða valda slysi á Snorrabrautinni vegna þess óskapnaðar sem skipulag hennar er. Ég ákalla því samvisku ykkar sem foreldrar, manneskjur, vegfarendur og bílstjórar. Gerið Snorrabrautina lífvænlega, takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Pabbi stendur við gönguljós einn eftirmiðdaginn á Snorrabrautinni með stelpurnar sínar í hvora hönd. Sú yngri er glöð og kát, hoppandi og skoppandi. Pabbinn bíður samviskusamlega eftir græna kallinum en litlan hoppar og skoppar óvart út á götu. Pabbinn þrífur hana snöggt til sín og bíll þýtur framhjá sekúndubrotum síðar langt yfir löglegum ökuhraða. Pabbinn fær mikinn hjartslátt, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið... Kona sest inn í bíl sem lagt er á bílastæði við Snorrabraut. Rétt í þann mund sem hún er sest keyrir annar bíll utan í kyrrstæðan bílinn .... yfir löglegum ökuhraða. Konan situr stjörf í bílnum, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið. Þessar örsögur eru sannar og það sem meira er; þær fjalla um mína nánustu fjölskyldu, dóttur mína fimm ára og móður mína. Þessar sögur eru aðeins brotabrot af mörgum sögum sem ég gæti fyllt heila bók af. Nú hef ég flutt mig tímabundið til útlanda en í hvert sinn sem við förum yfir stóra og hættulega götu er hún kölluð Snorrabrautin af dætrum mínum. Þær eru hræddari við Snorrabrautina en Grýlu, þær vilja að við flytjum hinum megin við þessa ógn þegar við komum heim svo að þær geti gengið einar í skólann. Ég þekki nokkrar fjölskyldur sem hafa flutt vegna þessarar götu.Til skoðunar Ég vildi gjarnan hætta að þurfa segja sögur um lífsháska við Snorrabraut. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrifa til borgarstjórnar um ógnina miklu. Fyrsta árið fékk ég þau svör að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því það væri búið að gera ráð fyrir breytingum, að akreinum yrði fækkað og hjólaakrein væri á planinu. Ég sendi aftur bréfið ári síðar og sendi inn tillögu á Betri Reykjavík til að krefjast umbóta eða lagfæringar. Hugmyndin mín Lífvænleg Snorrabraut er nú flokkuð sem afgreidd tillaga og svarið er á þessa leið: „Þakka ábendingar og ágæta umræðu um umferð á Snorrabraut. Í sem stystu máli má segja að Snorrabraut er einmitt til skoðunar eins [og] um er rætt í tillögunni og hugmyndir að breytingum eru til umfjöllunar. Svar lagt fram í umhverfis- og samgönguráði. f.h. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar Ólafur Bjarnason samgöngustjóri“ Og svona hljóða flest svörin sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum.Forgangsmál Við Snorrabrautina eru engin skilti með hámarkshraða, það eru engar hraðahindranir. Við Snorrabrautina eru allt of mörg umferðarljós, hins vegar hægja þau ekkert á umferð heldur gera einmitt hið gagnstæða, bílstjórar bruna niður Bústaðaveginn til að ná fyrstu ljósunum og svo koll af kolli. Hér í Edinborg, fimm hundruð þúsund manna borg, hjóla ég á götunum, líka stóru götunum, og oft á sértilgerðum hjólaakreinum. Á Snorrabrautinni þori ég það ekki, ég get ekki talið fjölda þeirra ákeyrslna og árekstra sem ég hef orðið vitni að á þessari götu á fingrum handa minna. Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferðarlög séu brotin og það allan liðlangan daginn. Þetta kom fram í skýrslu ársins 2010 frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Hörmuleg slys hafa orðið á þessari götu og það ætti að vera forgangsmál borgarráðs að gera götuna betri fyrir hjólandi, gangandi og keyrandi. Snorrabrautin er mannfjandsamleg dauðagildra eins og hún er í dag. Ég ákalla ykkur í borgarráði, sum ykkar eigið börn í sama skóla og börn mín fara í, sum ykkar keyrið Snorrabrautina, hjólið eða jafnvel gangið yfir oft á dag, sum ykkar eru sérmenntuð í borgarskipulagi. Öll eigið þið það sameiginlegt með mér, geri ég fastlega ráð fyrir, að vilja ekki verða fyrir slysi eða valda slysi á Snorrabrautinni vegna þess óskapnaðar sem skipulag hennar er. Ég ákalla því samvisku ykkar sem foreldrar, manneskjur, vegfarendur og bílstjórar. Gerið Snorrabrautina lífvænlega, takk!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun