Snorrabrautin dauðagildra? Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Pabbi stendur við gönguljós einn eftirmiðdaginn á Snorrabrautinni með stelpurnar sínar í hvora hönd. Sú yngri er glöð og kát, hoppandi og skoppandi. Pabbinn bíður samviskusamlega eftir græna kallinum en litlan hoppar og skoppar óvart út á götu. Pabbinn þrífur hana snöggt til sín og bíll þýtur framhjá sekúndubrotum síðar langt yfir löglegum ökuhraða. Pabbinn fær mikinn hjartslátt, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið... Kona sest inn í bíl sem lagt er á bílastæði við Snorrabraut. Rétt í þann mund sem hún er sest keyrir annar bíll utan í kyrrstæðan bílinn .... yfir löglegum ökuhraða. Konan situr stjörf í bílnum, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið. Þessar örsögur eru sannar og það sem meira er; þær fjalla um mína nánustu fjölskyldu, dóttur mína fimm ára og móður mína. Þessar sögur eru aðeins brotabrot af mörgum sögum sem ég gæti fyllt heila bók af. Nú hef ég flutt mig tímabundið til útlanda en í hvert sinn sem við förum yfir stóra og hættulega götu er hún kölluð Snorrabrautin af dætrum mínum. Þær eru hræddari við Snorrabrautina en Grýlu, þær vilja að við flytjum hinum megin við þessa ógn þegar við komum heim svo að þær geti gengið einar í skólann. Ég þekki nokkrar fjölskyldur sem hafa flutt vegna þessarar götu.Til skoðunar Ég vildi gjarnan hætta að þurfa segja sögur um lífsháska við Snorrabraut. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrifa til borgarstjórnar um ógnina miklu. Fyrsta árið fékk ég þau svör að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því það væri búið að gera ráð fyrir breytingum, að akreinum yrði fækkað og hjólaakrein væri á planinu. Ég sendi aftur bréfið ári síðar og sendi inn tillögu á Betri Reykjavík til að krefjast umbóta eða lagfæringar. Hugmyndin mín Lífvænleg Snorrabraut er nú flokkuð sem afgreidd tillaga og svarið er á þessa leið: „Þakka ábendingar og ágæta umræðu um umferð á Snorrabraut. Í sem stystu máli má segja að Snorrabraut er einmitt til skoðunar eins [og] um er rætt í tillögunni og hugmyndir að breytingum eru til umfjöllunar. Svar lagt fram í umhverfis- og samgönguráði. f.h. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar Ólafur Bjarnason samgöngustjóri“ Og svona hljóða flest svörin sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum.Forgangsmál Við Snorrabrautina eru engin skilti með hámarkshraða, það eru engar hraðahindranir. Við Snorrabrautina eru allt of mörg umferðarljós, hins vegar hægja þau ekkert á umferð heldur gera einmitt hið gagnstæða, bílstjórar bruna niður Bústaðaveginn til að ná fyrstu ljósunum og svo koll af kolli. Hér í Edinborg, fimm hundruð þúsund manna borg, hjóla ég á götunum, líka stóru götunum, og oft á sértilgerðum hjólaakreinum. Á Snorrabrautinni þori ég það ekki, ég get ekki talið fjölda þeirra ákeyrslna og árekstra sem ég hef orðið vitni að á þessari götu á fingrum handa minna. Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferðarlög séu brotin og það allan liðlangan daginn. Þetta kom fram í skýrslu ársins 2010 frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Hörmuleg slys hafa orðið á þessari götu og það ætti að vera forgangsmál borgarráðs að gera götuna betri fyrir hjólandi, gangandi og keyrandi. Snorrabrautin er mannfjandsamleg dauðagildra eins og hún er í dag. Ég ákalla ykkur í borgarráði, sum ykkar eigið börn í sama skóla og börn mín fara í, sum ykkar keyrið Snorrabrautina, hjólið eða jafnvel gangið yfir oft á dag, sum ykkar eru sérmenntuð í borgarskipulagi. Öll eigið þið það sameiginlegt með mér, geri ég fastlega ráð fyrir, að vilja ekki verða fyrir slysi eða valda slysi á Snorrabrautinni vegna þess óskapnaðar sem skipulag hennar er. Ég ákalla því samvisku ykkar sem foreldrar, manneskjur, vegfarendur og bílstjórar. Gerið Snorrabrautina lífvænlega, takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Pabbi stendur við gönguljós einn eftirmiðdaginn á Snorrabrautinni með stelpurnar sínar í hvora hönd. Sú yngri er glöð og kát, hoppandi og skoppandi. Pabbinn bíður samviskusamlega eftir græna kallinum en litlan hoppar og skoppar óvart út á götu. Pabbinn þrífur hana snöggt til sín og bíll þýtur framhjá sekúndubrotum síðar langt yfir löglegum ökuhraða. Pabbinn fær mikinn hjartslátt, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið... Kona sest inn í bíl sem lagt er á bílastæði við Snorrabraut. Rétt í þann mund sem hún er sest keyrir annar bíll utan í kyrrstæðan bílinn .... yfir löglegum ökuhraða. Konan situr stjörf í bílnum, vill ekki hugsa hvað hefði getað orðið. Þessar örsögur eru sannar og það sem meira er; þær fjalla um mína nánustu fjölskyldu, dóttur mína fimm ára og móður mína. Þessar sögur eru aðeins brotabrot af mörgum sögum sem ég gæti fyllt heila bók af. Nú hef ég flutt mig tímabundið til útlanda en í hvert sinn sem við förum yfir stóra og hættulega götu er hún kölluð Snorrabrautin af dætrum mínum. Þær eru hræddari við Snorrabrautina en Grýlu, þær vilja að við flytjum hinum megin við þessa ógn þegar við komum heim svo að þær geti gengið einar í skólann. Ég þekki nokkrar fjölskyldur sem hafa flutt vegna þessarar götu.Til skoðunar Ég vildi gjarnan hætta að þurfa segja sögur um lífsháska við Snorrabraut. Þetta er þriðja árið í röð sem ég skrifa til borgarstjórnar um ógnina miklu. Fyrsta árið fékk ég þau svör að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því það væri búið að gera ráð fyrir breytingum, að akreinum yrði fækkað og hjólaakrein væri á planinu. Ég sendi aftur bréfið ári síðar og sendi inn tillögu á Betri Reykjavík til að krefjast umbóta eða lagfæringar. Hugmyndin mín Lífvænleg Snorrabraut er nú flokkuð sem afgreidd tillaga og svarið er á þessa leið: „Þakka ábendingar og ágæta umræðu um umferð á Snorrabraut. Í sem stystu máli má segja að Snorrabraut er einmitt til skoðunar eins [og] um er rætt í tillögunni og hugmyndir að breytingum eru til umfjöllunar. Svar lagt fram í umhverfis- og samgönguráði. f.h. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar Ólafur Bjarnason samgöngustjóri“ Og svona hljóða flest svörin sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum.Forgangsmál Við Snorrabrautina eru engin skilti með hámarkshraða, það eru engar hraðahindranir. Við Snorrabrautina eru allt of mörg umferðarljós, hins vegar hægja þau ekkert á umferð heldur gera einmitt hið gagnstæða, bílstjórar bruna niður Bústaðaveginn til að ná fyrstu ljósunum og svo koll af kolli. Hér í Edinborg, fimm hundruð þúsund manna borg, hjóla ég á götunum, líka stóru götunum, og oft á sértilgerðum hjólaakreinum. Á Snorrabrautinni þori ég það ekki, ég get ekki talið fjölda þeirra ákeyrslna og árekstra sem ég hef orðið vitni að á þessari götu á fingrum handa minna. Eins og Snorrabrautin er í dag er hún hönnuð til þess að umferðarlög séu brotin og það allan liðlangan daginn. Þetta kom fram í skýrslu ársins 2010 frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Hörmuleg slys hafa orðið á þessari götu og það ætti að vera forgangsmál borgarráðs að gera götuna betri fyrir hjólandi, gangandi og keyrandi. Snorrabrautin er mannfjandsamleg dauðagildra eins og hún er í dag. Ég ákalla ykkur í borgarráði, sum ykkar eigið börn í sama skóla og börn mín fara í, sum ykkar keyrið Snorrabrautina, hjólið eða jafnvel gangið yfir oft á dag, sum ykkar eru sérmenntuð í borgarskipulagi. Öll eigið þið það sameiginlegt með mér, geri ég fastlega ráð fyrir, að vilja ekki verða fyrir slysi eða valda slysi á Snorrabrautinni vegna þess óskapnaðar sem skipulag hennar er. Ég ákalla því samvisku ykkar sem foreldrar, manneskjur, vegfarendur og bílstjórar. Gerið Snorrabrautina lífvænlega, takk!
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar