Hugleiðing um starf sjúkraliða Jóhanna Þorleifsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Starf sjúkraliða er gefandi og skemmtilegt. Námið veitir aukið starfsöryggi og þokkaleg laun miðað við það launaumhverfi sem kvennastéttir á Íslandi búa við. Sjúkraliðar hafa getað stýrt starfshlutfalli sínu og á hvaða tíma starfið er unnið, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Starfsmöguleikar eru góðir, fjölbreytilegir og krefjandi. Starfskrafta sjúkraliða er óskað víða, enda eftirsóttir starfsmenn um land allt. Sjúkraliðanámið er góður undirbúningur undir lífið, uppeldi, samskipti við annað fólk og gerir einstaklinginn færan um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanámið er á heilbrigðis-, náttúru- og félagssviði og er einnig góður undirbúningur fyrir þá sem huga að lengra námi í háskóla.Af hverju sjúkraliðabrú? Á árunum í kringum tvítugt eða jafnvel fyrr kemur að því að flestir velja sér sitt ævistarf og fara þá sumir út á vinnumarkaðinn en aðrir fara í áframhaldandi nám. Það starf sem valið er, er líklegt til að standa undir þeim lífsgæðum sem hver og einn ætlar sér og er innan hans áhugasviðs. Ekki eru þó allir sem njóta þeirra forréttinda að geta stundað það nám og þá vinnu þar sem áhugasviðið er. Þó hafa þeir möguleikar aukist til muna nú á dögum með tilkomu fjarnáms. Árið 1993 bauðst okkur, nokkrum konum á besta aldri sem unnu á sjúkrahúsi á Norðurlandi, að taka sjúkraliðanám í fjarnámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Með fjarnáminu komu möguleikarnir til að ná sér í réttindi til sjúkraliðastarfsins en við höfðum unnið inni á stofnuninni sem ófaglærðar, möguleikar sem voru ekki fyrir hendi á yngri árum eða ekki nýttir. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að sjúkraliðabrú. Með góðum stuðningi Fjölbrautaskólans, samstarfsfélaga og þeirrar stofnunar sem við unnum hjá útskrifuðust fjórir sjúkraliðar árið 1996. Það voru stoltar konur sem settu upp merki Sjúkraliðafélagsins á þessum tímamótum. Árið 2000 var sjúkraliðabrúin lögfest í aðalnámskrá framhaldsskóla. Það nám stendur einstaklingum til boða sem hafa náð 23 ára aldri, hafa fimm ára starfsreynslu og meðmæli frá sínum vinnuveitanda. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa náms, en miðað við mína reynslu er þetta frábært námstækifæri fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til náms á sínum yngri árum en vinna inni á heilbrigðissviði. Ef ég væri í þeirri stöðu í dag að hafa starfað sem ófaglærð við aðhlynningu inni á heilbrigðisstofnunum myndi ég ekki hika við að nýta mér möguleika brúarnámsins eða setjast á skólabekk ef mögulegt væri. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn og veitir þeim sem starfa við aðhlynningu/hjúkrun aukið sjálfstraust í starfinu. Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starf sjúkraliða er gefandi og skemmtilegt. Námið veitir aukið starfsöryggi og þokkaleg laun miðað við það launaumhverfi sem kvennastéttir á Íslandi búa við. Sjúkraliðar hafa getað stýrt starfshlutfalli sínu og á hvaða tíma starfið er unnið, allt eftir þörfum fjölskyldunnar. Starfsmöguleikar eru góðir, fjölbreytilegir og krefjandi. Starfskrafta sjúkraliða er óskað víða, enda eftirsóttir starfsmenn um land allt. Sjúkraliðanámið er góður undirbúningur undir lífið, uppeldi, samskipti við annað fólk og gerir einstaklinginn færan um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanámið er á heilbrigðis-, náttúru- og félagssviði og er einnig góður undirbúningur fyrir þá sem huga að lengra námi í háskóla.Af hverju sjúkraliðabrú? Á árunum í kringum tvítugt eða jafnvel fyrr kemur að því að flestir velja sér sitt ævistarf og fara þá sumir út á vinnumarkaðinn en aðrir fara í áframhaldandi nám. Það starf sem valið er, er líklegt til að standa undir þeim lífsgæðum sem hver og einn ætlar sér og er innan hans áhugasviðs. Ekki eru þó allir sem njóta þeirra forréttinda að geta stundað það nám og þá vinnu þar sem áhugasviðið er. Þó hafa þeir möguleikar aukist til muna nú á dögum með tilkomu fjarnáms. Árið 1993 bauðst okkur, nokkrum konum á besta aldri sem unnu á sjúkrahúsi á Norðurlandi, að taka sjúkraliðanám í fjarnámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Með fjarnáminu komu möguleikarnir til að ná sér í réttindi til sjúkraliðastarfsins en við höfðum unnið inni á stofnuninni sem ófaglærðar, möguleikar sem voru ekki fyrir hendi á yngri árum eða ekki nýttir. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að sjúkraliðabrú. Með góðum stuðningi Fjölbrautaskólans, samstarfsfélaga og þeirrar stofnunar sem við unnum hjá útskrifuðust fjórir sjúkraliðar árið 1996. Það voru stoltar konur sem settu upp merki Sjúkraliðafélagsins á þessum tímamótum. Árið 2000 var sjúkraliðabrúin lögfest í aðalnámskrá framhaldsskóla. Það nám stendur einstaklingum til boða sem hafa náð 23 ára aldri, hafa fimm ára starfsreynslu og meðmæli frá sínum vinnuveitanda. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa náms, en miðað við mína reynslu er þetta frábært námstækifæri fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til náms á sínum yngri árum en vinna inni á heilbrigðissviði. Ef ég væri í þeirri stöðu í dag að hafa starfað sem ófaglærð við aðhlynningu inni á heilbrigðisstofnunum myndi ég ekki hika við að nýta mér möguleika brúarnámsins eða setjast á skólabekk ef mögulegt væri. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn og veitir þeim sem starfa við aðhlynningu/hjúkrun aukið sjálfstraust í starfinu. Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun