Harðir við skjáinn – huglausir heima í stofu Steinunn Halla McQueen skrifar 13. desember 2012 06:00 Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun