Harðir við skjáinn – huglausir heima í stofu Steinunn Halla McQueen skrifar 13. desember 2012 06:00 Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar