Hvers vegna er maður að þessu? Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2012 06:00 Fyrir rúmu ári gekk ég út af mínum síðasta fundi með bankanum mínum og sagði þeim að ég hefði fengið nóg. Ég var búinn að komast að því að bankinn hafði bara áhuga á að bjarga sjálfum sér og það að aðstoða venjulegar fjölskyldur var ekki partur af því plani. Ég sagði þeim að núna væri baráttan ekki lengur bara mín eigin. Nú ætlaði ég að berjast fyrir alla þá sem voru í svipaðri stöðu. Ég sagðist ætla að láta í mér heyra, skrifa í blöðin og reyna jafnvel að komast á þing. Maðurinn sem ég var að ræða við kinkaði kolli með góðlegan svip og sagði, „já endilega, gerðu það“. Ég veit vel að hann hugsaði „sénsinn“. Nokkrum dögum síðar sendi ég honum mína fyrstu blaðagrein sem birtist einmitt í þessum miðli. Hún bar yfirskriftina „Hvers virði ert þú?“. Síðan þá hef ég reynt að halda þessari baráttu áfram og í dag er ég m.a kominn í þá stöðu að leiða stjórnmálaafl sem ætlar sér á Alþingi. Ég hef aldrei haft neina drauma um slíkt, enda hef ég aldrei verið í stjórnmálum. Ég kann ekki að tala eins og stjórnmálamaður og ég hef ekki áhuga á að læra það.Úr næstu blokk Ég er bara venjulegur fjölskyldufaðir úr næstu blokk sem ákvað að standa upp úr sófanum eftir að hafa fengið nóg. Nóg af óréttlætinu og af því að heimili landsins væru ekki metin að verðleikum. Ég þoli ekki að sjá fólk beitt ofbeldi eða vera lagt í einelti. Það á að vera okkur eðlislægt að vilja gera eitthvað þegar við verðum vitni að slíku. Stundum viljum við samt helst bara horfa í hina áttina og sannfæra okkur sjálf um að þetta komi okkur ekki við. Þarna var það ekki hægt. Ég varð að skerast í leikinn, þó svo að ég yrði kannski laminn. Ég hef ekki talað við bankann minn á þessu ári sem liðið er síðan ég gekk þaðan út og ég veit ekki hvort þeir muna eftir mér í dag. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Það sem skiptir mig máli er að það verk verði unnið sem þarf að vinna. Ef ég get lagt eitthvað af mörkum þá geri ég það. Baráttan er ekki bara við einhvern banka úti í bæ. Hún er við kerfi sem beitir heimili landsins ofbeldi. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Við eigum ekki að horfa í hina áttina og vona að einhver annar skerist í leikinn. Ég trúi því að það sé hægt að leiðrétta hlut heimila landsins. Ég trúi því að börnin mín geti átt sér bjarta og góða framtíð. Ég trúi því að ég sé ekki einn í þessari baráttu. Þess vegna er ég að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári gekk ég út af mínum síðasta fundi með bankanum mínum og sagði þeim að ég hefði fengið nóg. Ég var búinn að komast að því að bankinn hafði bara áhuga á að bjarga sjálfum sér og það að aðstoða venjulegar fjölskyldur var ekki partur af því plani. Ég sagði þeim að núna væri baráttan ekki lengur bara mín eigin. Nú ætlaði ég að berjast fyrir alla þá sem voru í svipaðri stöðu. Ég sagðist ætla að láta í mér heyra, skrifa í blöðin og reyna jafnvel að komast á þing. Maðurinn sem ég var að ræða við kinkaði kolli með góðlegan svip og sagði, „já endilega, gerðu það“. Ég veit vel að hann hugsaði „sénsinn“. Nokkrum dögum síðar sendi ég honum mína fyrstu blaðagrein sem birtist einmitt í þessum miðli. Hún bar yfirskriftina „Hvers virði ert þú?“. Síðan þá hef ég reynt að halda þessari baráttu áfram og í dag er ég m.a kominn í þá stöðu að leiða stjórnmálaafl sem ætlar sér á Alþingi. Ég hef aldrei haft neina drauma um slíkt, enda hef ég aldrei verið í stjórnmálum. Ég kann ekki að tala eins og stjórnmálamaður og ég hef ekki áhuga á að læra það.Úr næstu blokk Ég er bara venjulegur fjölskyldufaðir úr næstu blokk sem ákvað að standa upp úr sófanum eftir að hafa fengið nóg. Nóg af óréttlætinu og af því að heimili landsins væru ekki metin að verðleikum. Ég þoli ekki að sjá fólk beitt ofbeldi eða vera lagt í einelti. Það á að vera okkur eðlislægt að vilja gera eitthvað þegar við verðum vitni að slíku. Stundum viljum við samt helst bara horfa í hina áttina og sannfæra okkur sjálf um að þetta komi okkur ekki við. Þarna var það ekki hægt. Ég varð að skerast í leikinn, þó svo að ég yrði kannski laminn. Ég hef ekki talað við bankann minn á þessu ári sem liðið er síðan ég gekk þaðan út og ég veit ekki hvort þeir muna eftir mér í dag. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Það sem skiptir mig máli er að það verk verði unnið sem þarf að vinna. Ef ég get lagt eitthvað af mörkum þá geri ég það. Baráttan er ekki bara við einhvern banka úti í bæ. Hún er við kerfi sem beitir heimili landsins ofbeldi. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Við eigum ekki að horfa í hina áttina og vona að einhver annar skerist í leikinn. Ég trúi því að það sé hægt að leiðrétta hlut heimila landsins. Ég trúi því að börnin mín geti átt sér bjarta og góða framtíð. Ég trúi því að ég sé ekki einn í þessari baráttu. Þess vegna er ég að þessu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun