Hvers vegna er maður að þessu? Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2012 06:00 Fyrir rúmu ári gekk ég út af mínum síðasta fundi með bankanum mínum og sagði þeim að ég hefði fengið nóg. Ég var búinn að komast að því að bankinn hafði bara áhuga á að bjarga sjálfum sér og það að aðstoða venjulegar fjölskyldur var ekki partur af því plani. Ég sagði þeim að núna væri baráttan ekki lengur bara mín eigin. Nú ætlaði ég að berjast fyrir alla þá sem voru í svipaðri stöðu. Ég sagðist ætla að láta í mér heyra, skrifa í blöðin og reyna jafnvel að komast á þing. Maðurinn sem ég var að ræða við kinkaði kolli með góðlegan svip og sagði, „já endilega, gerðu það“. Ég veit vel að hann hugsaði „sénsinn“. Nokkrum dögum síðar sendi ég honum mína fyrstu blaðagrein sem birtist einmitt í þessum miðli. Hún bar yfirskriftina „Hvers virði ert þú?“. Síðan þá hef ég reynt að halda þessari baráttu áfram og í dag er ég m.a kominn í þá stöðu að leiða stjórnmálaafl sem ætlar sér á Alþingi. Ég hef aldrei haft neina drauma um slíkt, enda hef ég aldrei verið í stjórnmálum. Ég kann ekki að tala eins og stjórnmálamaður og ég hef ekki áhuga á að læra það.Úr næstu blokk Ég er bara venjulegur fjölskyldufaðir úr næstu blokk sem ákvað að standa upp úr sófanum eftir að hafa fengið nóg. Nóg af óréttlætinu og af því að heimili landsins væru ekki metin að verðleikum. Ég þoli ekki að sjá fólk beitt ofbeldi eða vera lagt í einelti. Það á að vera okkur eðlislægt að vilja gera eitthvað þegar við verðum vitni að slíku. Stundum viljum við samt helst bara horfa í hina áttina og sannfæra okkur sjálf um að þetta komi okkur ekki við. Þarna var það ekki hægt. Ég varð að skerast í leikinn, þó svo að ég yrði kannski laminn. Ég hef ekki talað við bankann minn á þessu ári sem liðið er síðan ég gekk þaðan út og ég veit ekki hvort þeir muna eftir mér í dag. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Það sem skiptir mig máli er að það verk verði unnið sem þarf að vinna. Ef ég get lagt eitthvað af mörkum þá geri ég það. Baráttan er ekki bara við einhvern banka úti í bæ. Hún er við kerfi sem beitir heimili landsins ofbeldi. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Við eigum ekki að horfa í hina áttina og vona að einhver annar skerist í leikinn. Ég trúi því að það sé hægt að leiðrétta hlut heimila landsins. Ég trúi því að börnin mín geti átt sér bjarta og góða framtíð. Ég trúi því að ég sé ekki einn í þessari baráttu. Þess vegna er ég að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári gekk ég út af mínum síðasta fundi með bankanum mínum og sagði þeim að ég hefði fengið nóg. Ég var búinn að komast að því að bankinn hafði bara áhuga á að bjarga sjálfum sér og það að aðstoða venjulegar fjölskyldur var ekki partur af því plani. Ég sagði þeim að núna væri baráttan ekki lengur bara mín eigin. Nú ætlaði ég að berjast fyrir alla þá sem voru í svipaðri stöðu. Ég sagðist ætla að láta í mér heyra, skrifa í blöðin og reyna jafnvel að komast á þing. Maðurinn sem ég var að ræða við kinkaði kolli með góðlegan svip og sagði, „já endilega, gerðu það“. Ég veit vel að hann hugsaði „sénsinn“. Nokkrum dögum síðar sendi ég honum mína fyrstu blaðagrein sem birtist einmitt í þessum miðli. Hún bar yfirskriftina „Hvers virði ert þú?“. Síðan þá hef ég reynt að halda þessari baráttu áfram og í dag er ég m.a kominn í þá stöðu að leiða stjórnmálaafl sem ætlar sér á Alþingi. Ég hef aldrei haft neina drauma um slíkt, enda hef ég aldrei verið í stjórnmálum. Ég kann ekki að tala eins og stjórnmálamaður og ég hef ekki áhuga á að læra það.Úr næstu blokk Ég er bara venjulegur fjölskyldufaðir úr næstu blokk sem ákvað að standa upp úr sófanum eftir að hafa fengið nóg. Nóg af óréttlætinu og af því að heimili landsins væru ekki metin að verðleikum. Ég þoli ekki að sjá fólk beitt ofbeldi eða vera lagt í einelti. Það á að vera okkur eðlislægt að vilja gera eitthvað þegar við verðum vitni að slíku. Stundum viljum við samt helst bara horfa í hina áttina og sannfæra okkur sjálf um að þetta komi okkur ekki við. Þarna var það ekki hægt. Ég varð að skerast í leikinn, þó svo að ég yrði kannski laminn. Ég hef ekki talað við bankann minn á þessu ári sem liðið er síðan ég gekk þaðan út og ég veit ekki hvort þeir muna eftir mér í dag. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Það sem skiptir mig máli er að það verk verði unnið sem þarf að vinna. Ef ég get lagt eitthvað af mörkum þá geri ég það. Baráttan er ekki bara við einhvern banka úti í bæ. Hún er við kerfi sem beitir heimili landsins ofbeldi. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Við eigum ekki að horfa í hina áttina og vona að einhver annar skerist í leikinn. Ég trúi því að það sé hægt að leiðrétta hlut heimila landsins. Ég trúi því að börnin mín geti átt sér bjarta og góða framtíð. Ég trúi því að ég sé ekki einn í þessari baráttu. Þess vegna er ég að þessu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar