Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi Özur Lárusson skrifar 7. desember 2012 06:00 Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! Staðreyndin er sú að bílgreinin býr við afar þröngan kost. Innkaupsverð nýrra bíla er hátt sem skýrist af lágu gengi krónunnar og við það bætist svo dýr flutningur til landsins, há vörugjöld og hár virðisaukaskattur.Bílaleigur stærsti viðskiptavinurinn Á síðustu þrem árum hefur endurnýjun bílaflotans verið nánast að helmingi til bílaleigna. Hinn 1. nóvember sl. var búið að nýskrá 6.890 fólksbíla hér á landi, af þeim fóru 3.211 til bílaleigna eða liðlega 46%. Bílaleigubílar eru svo seldir á almennum markaði eftir u.þ.b. ár og eru þeir þá búnir að taka á sig ákveðin afföll sem gerir almenningi auðveldara fyrir að yngja upp heimilisbílinn. Nú er það í umræðunni hjá stjórnvöldum að afnema þann afslátt af vörugjöldum sem bílaleigur hafa haft hingað til svo þær séu samkeppnisfærar. Það mun hafa þau áhrif að verulega dregur úr kaupum bílaleigna á nýjum bílum, eða eins og komið hefur fram um 17-20%. Það mun hafa þau áhrif að samdráttur verður í bílasölu enn á ný en bílaumboð, sem nú eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir erfið ár, gætu þurft að fara í enn eina endurskipulagninguna með uppsögnum á starfsfólki og fleira.Óöruggur bílafloti Það er ekki auðvelt fyrir okkur að fylgja eftir þróuninni í bílgreininni. Meðalaldur bíla hér á landi er 12 ár en hann er 8,5 ár í EU-löndunum og mun lægri í flestum þeim löndum sem liggja næst okkur. Það er athyglisvert að þeim löndum sem hafa lægstan meðalaldur bíla hefur að sama skapi tekist best til í því að fækka umferðaróhöppum og slysum á fólki í umferðinni. Íslendingum hefur gengið ágætlega í því að fækka alvarlegum umferðarslysum á síðustu árum og má það fyrst og fremst þakka mikilli fræðslu, og betra ökunámi. Hins vegar sitjum við langt að baki í því að hafa örugga bíla þar sem flotinn er alltof gamall og gætum við gert mun betur í því að fækka slysum með öruggari bílum eins og hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem meðalaldur bifreiða er lægri. Að sama skapi gengur okkur hægt að minnka mengun vegna umferðar en samasemmerki er á milli yngri bíla og minni mengunar. Eyðsla og útblástur nýrra bíla er tugum prósenta minni en t.d. tíu ára gamalla bíla og gætum við dregið stórlega úr mengun og eldsneytiseyðslu með því að yngja flotann upp. Fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldakerfi á bílum munu þýða að bílaflotinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afleiðingum fyrir umhverfið og enn verri afleiðingum fyrir umferðaröryggi. Er það von bílgreinarinnar að stjórnvöld hræri ekki frekar í vörugjaldakerfi á nýjum bílum að sinni svo áfram megi byggja upp greinina eftir hrun og að ekki sé stöðugt verið að breyta rekstrarumhverfi greinarinnar sem gerir allar áætlanir marklausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu misserum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukningu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nemendum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! Staðreyndin er sú að bílgreinin býr við afar þröngan kost. Innkaupsverð nýrra bíla er hátt sem skýrist af lágu gengi krónunnar og við það bætist svo dýr flutningur til landsins, há vörugjöld og hár virðisaukaskattur.Bílaleigur stærsti viðskiptavinurinn Á síðustu þrem árum hefur endurnýjun bílaflotans verið nánast að helmingi til bílaleigna. Hinn 1. nóvember sl. var búið að nýskrá 6.890 fólksbíla hér á landi, af þeim fóru 3.211 til bílaleigna eða liðlega 46%. Bílaleigubílar eru svo seldir á almennum markaði eftir u.þ.b. ár og eru þeir þá búnir að taka á sig ákveðin afföll sem gerir almenningi auðveldara fyrir að yngja upp heimilisbílinn. Nú er það í umræðunni hjá stjórnvöldum að afnema þann afslátt af vörugjöldum sem bílaleigur hafa haft hingað til svo þær séu samkeppnisfærar. Það mun hafa þau áhrif að verulega dregur úr kaupum bílaleigna á nýjum bílum, eða eins og komið hefur fram um 17-20%. Það mun hafa þau áhrif að samdráttur verður í bílasölu enn á ný en bílaumboð, sem nú eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir erfið ár, gætu þurft að fara í enn eina endurskipulagninguna með uppsögnum á starfsfólki og fleira.Óöruggur bílafloti Það er ekki auðvelt fyrir okkur að fylgja eftir þróuninni í bílgreininni. Meðalaldur bíla hér á landi er 12 ár en hann er 8,5 ár í EU-löndunum og mun lægri í flestum þeim löndum sem liggja næst okkur. Það er athyglisvert að þeim löndum sem hafa lægstan meðalaldur bíla hefur að sama skapi tekist best til í því að fækka umferðaróhöppum og slysum á fólki í umferðinni. Íslendingum hefur gengið ágætlega í því að fækka alvarlegum umferðarslysum á síðustu árum og má það fyrst og fremst þakka mikilli fræðslu, og betra ökunámi. Hins vegar sitjum við langt að baki í því að hafa örugga bíla þar sem flotinn er alltof gamall og gætum við gert mun betur í því að fækka slysum með öruggari bílum eins og hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem meðalaldur bifreiða er lægri. Að sama skapi gengur okkur hægt að minnka mengun vegna umferðar en samasemmerki er á milli yngri bíla og minni mengunar. Eyðsla og útblástur nýrra bíla er tugum prósenta minni en t.d. tíu ára gamalla bíla og gætum við dregið stórlega úr mengun og eldsneytiseyðslu með því að yngja flotann upp. Fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldakerfi á bílum munu þýða að bílaflotinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afleiðingum fyrir umhverfið og enn verri afleiðingum fyrir umferðaröryggi. Er það von bílgreinarinnar að stjórnvöld hræri ekki frekar í vörugjaldakerfi á nýjum bílum að sinni svo áfram megi byggja upp greinina eftir hrun og að ekki sé stöðugt verið að breyta rekstrarumhverfi greinarinnar sem gerir allar áætlanir marklausar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun