Sigurður á slóðum Buena Vista Trausti Júlíusson skrifar 6. desember 2012 12:00 Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira