Sigurður á slóðum Buena Vista Trausti Júlíusson skrifar 6. desember 2012 12:00 Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira