Sigurður á slóðum Buena Vista Trausti Júlíusson skrifar 6. desember 2012 12:00 Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira