Bréf ykkar veittu mér frelsi Birtukan Mideksa skrifar 4. desember 2012 06:00 Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, skaltu hugsa um sögu mína. Ég heiti Birtukan Mideksa og bréf ykkar færðu mér frelsi. Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði pólitískar skoðanir mínar með friðsamlegum hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi: Öryggissveitir brugðust við mótmælunum með því að drepa 187 manns og særa 765 til viðbótar.Í einangrun í mánuði Þú getur hjálpað til við að frelsa aðra pólitíska fanga eins og mig. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty, stærsta bréfamaraþoni í heimi. Þar geturðu brugðist við vegna 11 áríðandi mála, sem þurfa á athygli okkar að halda. Stjórnvöld í Eþíópíu héldu að þau gætu bælt andóf með því að læsa andstæðinga sína inni um ókomna tíð. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti-fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstaklinga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Bréf ykkar vernduðu mig á versta tímabili ævi minnar. Þið voruð rödd mín þegar rödd mín heyrðist ekki. Bréf ykkar héldu voninni lifandi þegar neyðin var mest. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar. Nánari upplýsingar:Bréfamaraþonið fer fram dagana 6. til 15. desember víðs vegar um landið. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin kort til stjórnvalda verða á öllum þeim 11 stöðum sem bréfamaraþonið fer fram. Þú þarft aðeins að finna þann stað sem er næstur þér og nýta nafn þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Einnig er í boði að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota og þannig veita þeim von eins og Birtukan Mideksu. Bréf þín eru öflugri en þú heldur. Allar nánari upplýsingar um hvar bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International, www.amnesty.is. Bryndís Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, skaltu hugsa um sögu mína. Ég heiti Birtukan Mideksa og bréf ykkar færðu mér frelsi. Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði pólitískar skoðanir mínar með friðsamlegum hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi: Öryggissveitir brugðust við mótmælunum með því að drepa 187 manns og særa 765 til viðbótar.Í einangrun í mánuði Þú getur hjálpað til við að frelsa aðra pólitíska fanga eins og mig. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty, stærsta bréfamaraþoni í heimi. Þar geturðu brugðist við vegna 11 áríðandi mála, sem þurfa á athygli okkar að halda. Stjórnvöld í Eþíópíu héldu að þau gætu bælt andóf með því að læsa andstæðinga sína inni um ókomna tíð. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti-fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstaklinga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Bréf ykkar vernduðu mig á versta tímabili ævi minnar. Þið voruð rödd mín þegar rödd mín heyrðist ekki. Bréf ykkar héldu voninni lifandi þegar neyðin var mest. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar. Nánari upplýsingar:Bréfamaraþonið fer fram dagana 6. til 15. desember víðs vegar um landið. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin kort til stjórnvalda verða á öllum þeim 11 stöðum sem bréfamaraþonið fer fram. Þú þarft aðeins að finna þann stað sem er næstur þér og nýta nafn þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Einnig er í boði að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota og þannig veita þeim von eins og Birtukan Mideksu. Bréf þín eru öflugri en þú heldur. Allar nánari upplýsingar um hvar bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International, www.amnesty.is. Bryndís Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun