Tíundi hver reykir kannabis SV skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/Páll Bergmann Kannabisneysla Íslendinga hefur aukist töluvert síðasta áratug. Hlutfall þeirra sem reykja hass eða gras reglulega hefur þrefaldast síðan árið 2002, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana og um það bil tíundi hver hefur gert það síðasta hálfa árið. Á sama tíma og neysla fullorðinna eykst, dregst vímuefnanotkun íslenskra unglinga saman og er hún nú orðin sú minnsta sem þekkist í Evrópu. Ef aðgengi og lög hér á landi breytast, til að mynda með lögleiðingu kannabisefna, segir Helgi það mega vel vera að neyslan breytist. Þá almennu andstöðu sem ríkir í samfélaginu varðandi efnin megi meðal annars rekja til þess að þau séu ólögleg og það geti breyst ef lögum verði breytt. „Efnin gætu orðið algengari og orðið meiri hluti af almennri neyslu fólks, eins og áfengi er í dag. Neyslan hefur aukist á síðustu árum og ef kannabis verður gert löglegt er ýmislegt sem bendir til þess að hún aukist enn frekar." Helgi bendir á að hass- og grasreykingar séu afar fátíðar meðal eldra fólks í samfélaginu og séu nær eingöngu bundnar við yngra aldursbilið; fólk á aldrinum 18 til 40 ára. „Ég mundi segja að hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið væri klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir hann. Langflestir vaxi þó upp úr neyslunni eftir því sem þeir eldast. Hún sé oftast bundin við tiltekin tímabil í lífi fólks og tengist oftar en ekki tískustraumum, breyttu viðhorfi og auknu aðgengi eftir að heimaræktanir urðu algengari. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kannabisneysla Íslendinga hefur aukist töluvert síðasta áratug. Hlutfall þeirra sem reykja hass eða gras reglulega hefur þrefaldast síðan árið 2002, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana og um það bil tíundi hver hefur gert það síðasta hálfa árið. Á sama tíma og neysla fullorðinna eykst, dregst vímuefnanotkun íslenskra unglinga saman og er hún nú orðin sú minnsta sem þekkist í Evrópu. Ef aðgengi og lög hér á landi breytast, til að mynda með lögleiðingu kannabisefna, segir Helgi það mega vel vera að neyslan breytist. Þá almennu andstöðu sem ríkir í samfélaginu varðandi efnin megi meðal annars rekja til þess að þau séu ólögleg og það geti breyst ef lögum verði breytt. „Efnin gætu orðið algengari og orðið meiri hluti af almennri neyslu fólks, eins og áfengi er í dag. Neyslan hefur aukist á síðustu árum og ef kannabis verður gert löglegt er ýmislegt sem bendir til þess að hún aukist enn frekar." Helgi bendir á að hass- og grasreykingar séu afar fátíðar meðal eldra fólks í samfélaginu og séu nær eingöngu bundnar við yngra aldursbilið; fólk á aldrinum 18 til 40 ára. „Ég mundi segja að hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið væri klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir hann. Langflestir vaxi þó upp úr neyslunni eftir því sem þeir eldast. Hún sé oftast bundin við tiltekin tímabil í lífi fólks og tengist oftar en ekki tískustraumum, breyttu viðhorfi og auknu aðgengi eftir að heimaræktanir urðu algengari.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira