Haftastefna Samfylkingar og Vinstri grænna 23. nóvember 2012 06:00 Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hamskipti húsa Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Nýtum færið Skoðun Lýðræði allra Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar