Haftastefna Samfylkingar og Vinstri grænna 23. nóvember 2012 06:00 Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar