
Að vera fastur í fjalli
Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð.
Sanngjörn tillaga
Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið.
Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há.
Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt.
Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði.
Borað inn í hálft fjallið
Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli.
Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.
Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig.
Skoðun

Eldri og einmana
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Myndaskýrsla um COP28
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Samviskusáttmálinn
Stefán Halldórsson skrifar

Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra!
Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Tillögugerð um lagareglur, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Alþjóðadagur fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi
Sigríður Björk Guðjónsdóttir,Eygló Harðardóttir skrifar

Furðulegar áhyggjur formanns
Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Skrímsli eða venjulegir strákar?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Ábyrgð og auðlindir
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur
Hera Grímsdóttir skrifar

Þurfa kennarar að að vera lögfróðir?
Elísabet Pétursdóttir skrifar

Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni?
Vigdis Kristin Rohleder skrifar

Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð
Laufey Tryggvadóttir skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar