Hver býr til jólakonfektið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar