"Sérfræðingar“ á villigötum 17. nóvember 2012 06:00 Málflutningur ýmissa reyndra stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um lánamál heimilanna að undanförnu hefur oft vakið mikla undrun hjá mér þar sem mér hefur oft fundist skorta verulega á almenna skynsemi og innsæi í grundvallaratriði. Dæmi um þetta komu fram á ágætum borgarafundi í Háskólabíói á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. þriðjudag. Pétur Blöndal alþingismaður (sem margir telja talnaglöggan og skynsaman mann) tók þar til máls og eitt af því sem kom greinilega fram í hans máli var að hann lítur svo á að þegar húsnæðisverð hækkar séu húsnæðiseigendur að græða! Þetta er auðvitað algjör firra og furðulegt að maður með hans reynslu og þekkingu skuli halda slíku fram. Setjum upp ýkt dæmi til að útskýra þetta: Húsnæðisverð á Íslandi tvöfaldast á einni nóttu. Það myndi þýða að maður sem á íbúð að verðmæti 30 milljónir fyrir hækkun ætti nú íbúð sem væri 60 milljóna króna virði. Samkvæmt kenningu Péturs væri hann búinn að græða 30 milljónir. Það þarf ekki að fara í djúpar pælingar til að sjá að þetta er tómt rugl. Maðurinn getur að sjálfsögðu ekki losað um „gróðann" því einhvers staðar verður hann að búa og verð allra annarra íbúða væri náttúrulega líka búið að tvöfaldast. Leiguverð myndi líka að sjálfsögðu tvöfaldast mjög fljótlega. Það þarf auðvitað ekki heldur að hafa mörg orð um hversu hrikalegar afleiðingar svona hækkun hefði fyrir alla sem ætluðu sér að kaupa sína fyrstu íbúð eftir hækkunina. Það er grundvallaratriði sem allir ættu að gera sér grein fyrir að enginn græðir á hækkun húsnæðisverðs nema hugsanlega þeir sem ætla sér að flytja í ódýrara húsnæði en þó fyrst og fremst lánastofnanir. Hinir tapa! Því hærra sem húsnæðisverð er, þeim mun hærri vexti og verðbætur þurfum við að greiða lánastofnunum þegar við ætlum að kaupa fyrstu íbúð eða skipta yfir í dýrara húsnæði. Af þessari staðreynd má líka draga þá ályktun að húsnæðisverðbólan sem hófst í kringum 2004 hafi haft þær afleiðingar í för með sér að lánastofnanir og eldri kynslóðir sem voru að færa sig yfir í minna og ódýrara húsnæði hafi hagnast á kostnað yngra fólks sem var annað hvort að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Á fundinum góða í Háskólabíói kom fram hjá Steingrími J. Sigfússyni að „séreignarstefnan" sem við hefðum búið við síðustu áratugi væri verulega slæm og ein af helstu rótum skuldavanda heimila í dag. Það er hins vegar ekki ljóst hvað Steingrímur vill sjá í staðinn fyrir hina hræðilegu séreignarstefnu (sem gengur einfaldlega út á það að fólkið í landinu eigi sjálft húsnæðið sem það býr í). Hverjir eiga að eiga húsin í landinu ef ekki fólkið sjálft? Kannski fasteignafélög í eigu fyrrverandi útrásarvíkinga og bankanna sem eru í eigu erlendra vogunarsjóða? Það skyldi þó ekki fara svo að við almenningur endum sem leiguliðar hjá afglöpunum og glæpamönnunum sem ollu hruninu. Mér sýnist að það sé ekki svo fjarlægur möguleiki ef stjórnmálamennirnir okkar fara ekki að gera eitthvað róttækt í málum mjög fljótlega. Annar „sérfræðingur" á sviði lánamála, Sighvatur Björgvinsson, skrifaði kostulegar greinar í Fréttablaðið nýlega sem varla eru svaraverðar, sérstaklega hvað varðar meinta hæfileika hans til að lesa hugsanir heilu kynslóðanna. Hann þykist nefnilega sjá að okkur sem erum fædd u.þ.b. á árabilinu 1967-1982 sé skítsama um aumingja gamla fólkið á Eir og íbúa „Raufarhafna landsins". Honum finnst það bera vitni um sjálfhverfu að hópur fólks sem flest er bæði í fullri vinnu og að ala upp börn skuli hafa það að forgangsmáli að forðast gjaldþrot og berjast fyrir réttlæti í skuldamálum sínum. Ég held að mörg okkar sem erum af „sjálfhverfu kynslóðinni" séum dugleg og skynsöm en okkur er ætlað að bera miklar byrðar. Við eigum, fyrir utan að vinna fulla vinnu, halda heimili og ala upp börn að borga að miklu leyti brúsann fyrir útrásargeðveikina (sem flestir stjórnmálamenn af kynslóð Sighvats dásömuðu!), borga okurvexti ofan á lánin sem við tókum fyrir of dýru húsnæði, taka á okkur kaupmáttarskerðingar og skattahækkanir, vinna undir meira álagi og í ofanálag, ef ég skil Sighvat rétt, snúa við fólksflótta frá smáþorpum á landsbyggðinni (sem a.m.k. í tilfelli Raufarhafnar stafar að töluverðu leyti af því að íbúarnir þar klúðruðu málunum sjálfir) og leysa rekstrarvanda hjúkrunarheimils (sem menn af hans kynslóð hafa rekið í þrot). Mér skilst að þú hafir dágóðan lífeyri Sighvatur. Kannski þú værir til í að splæsa á okkur orkudrykki svo við getum leyst þessi mál sem hraðast. Það væri líka áhugavert að heyra hvernig þú teldir best að við tækluðum þessi mál? Eigum við kannski að byrja á því að arka niður á Austurvöll með búsáhöld og kröfuspjöld og heimta að alþingismenn beiti sér fyrir því að skuldir Eirar verði felldar niður og kvótanum verði skilað aftur heim til Raufarhafnar? Ég er þeirrar skoðunar að í húsnæðislánaumræðunni hafi hingað til verið talað of lítið um það sem ég tel vera aðalatriðið. Það er að landsmenn eru kúgaðir og rændir með vaxtaokri! Verðtrygging þarf ekki að vera slæm ef vextirnir eru hóflegir en það eru þeir alls ekki! Verjendur kerfisins eins og það hefur verið síðustu áratugi réttlæta það með rökum sem eru í sjálfu sér fullkomlega réttmæt og hljóma í stuttu máli á þessa leið: Enginn vill lána ef hann getur ekki verið nokkuð viss um að fá alla skuldina greidda til baka. Dæmi: Ef Pétur Blöndal lánar mér fulla koníaksflösku þá vill hann fá fulla koníaksflösku til baka. Það er að sjálfsögðu eðlileg krafa hjá Pétri. En ef við berum þetta koníaksdæmi saman við veruleikann í íslenskum lánamálum þá er Pétur að krefjast þess að fá a.m.k. tvær fullar koníaksflöskur til baka. Veruleikinn sem við höfum búið við er nefnilega sá að fólk sem tekur venjulegt húsnæðislán til 40 ára með ca 5% ársvöxtum ofan á verðtrygginguna borgar að lágmarki helmingi meira en það fékk í upphafi. Svona okurlánastarfsemi þekkist ekki í öðrum löndum, nema kannski hjá samtökum eins og mafíunni og vafasömum vélhjólagengjum (þau notast samt ekki við verðtryggingu eftir því sem ég best veit). Það eru þessir okurvextir sem við þurfum að losna við og ef okkur tekst það mun það ekki aðeins gagnast okkur „sjálfhverfa liðinu" heldur líka íbúum á Eir og á Raufarhöfn og miklu, miklu fleirum. Sighvatur Björgvinsson segist vera búinn að fá nóg af stöðugu sífri yngra fólksins. Þetta sýnir að hann skilur ekki þá einföldu staðreynd að það er nánast ekkert búið að gera af viti í málunum enn þá og ég ætla rétt að vona að þetta „sífur" haldi áfram þangað til réttlætið sigrar að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Málflutningur ýmissa reyndra stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um lánamál heimilanna að undanförnu hefur oft vakið mikla undrun hjá mér þar sem mér hefur oft fundist skorta verulega á almenna skynsemi og innsæi í grundvallaratriði. Dæmi um þetta komu fram á ágætum borgarafundi í Háskólabíói á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. þriðjudag. Pétur Blöndal alþingismaður (sem margir telja talnaglöggan og skynsaman mann) tók þar til máls og eitt af því sem kom greinilega fram í hans máli var að hann lítur svo á að þegar húsnæðisverð hækkar séu húsnæðiseigendur að græða! Þetta er auðvitað algjör firra og furðulegt að maður með hans reynslu og þekkingu skuli halda slíku fram. Setjum upp ýkt dæmi til að útskýra þetta: Húsnæðisverð á Íslandi tvöfaldast á einni nóttu. Það myndi þýða að maður sem á íbúð að verðmæti 30 milljónir fyrir hækkun ætti nú íbúð sem væri 60 milljóna króna virði. Samkvæmt kenningu Péturs væri hann búinn að græða 30 milljónir. Það þarf ekki að fara í djúpar pælingar til að sjá að þetta er tómt rugl. Maðurinn getur að sjálfsögðu ekki losað um „gróðann" því einhvers staðar verður hann að búa og verð allra annarra íbúða væri náttúrulega líka búið að tvöfaldast. Leiguverð myndi líka að sjálfsögðu tvöfaldast mjög fljótlega. Það þarf auðvitað ekki heldur að hafa mörg orð um hversu hrikalegar afleiðingar svona hækkun hefði fyrir alla sem ætluðu sér að kaupa sína fyrstu íbúð eftir hækkunina. Það er grundvallaratriði sem allir ættu að gera sér grein fyrir að enginn græðir á hækkun húsnæðisverðs nema hugsanlega þeir sem ætla sér að flytja í ódýrara húsnæði en þó fyrst og fremst lánastofnanir. Hinir tapa! Því hærra sem húsnæðisverð er, þeim mun hærri vexti og verðbætur þurfum við að greiða lánastofnunum þegar við ætlum að kaupa fyrstu íbúð eða skipta yfir í dýrara húsnæði. Af þessari staðreynd má líka draga þá ályktun að húsnæðisverðbólan sem hófst í kringum 2004 hafi haft þær afleiðingar í för með sér að lánastofnanir og eldri kynslóðir sem voru að færa sig yfir í minna og ódýrara húsnæði hafi hagnast á kostnað yngra fólks sem var annað hvort að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Á fundinum góða í Háskólabíói kom fram hjá Steingrími J. Sigfússyni að „séreignarstefnan" sem við hefðum búið við síðustu áratugi væri verulega slæm og ein af helstu rótum skuldavanda heimila í dag. Það er hins vegar ekki ljóst hvað Steingrímur vill sjá í staðinn fyrir hina hræðilegu séreignarstefnu (sem gengur einfaldlega út á það að fólkið í landinu eigi sjálft húsnæðið sem það býr í). Hverjir eiga að eiga húsin í landinu ef ekki fólkið sjálft? Kannski fasteignafélög í eigu fyrrverandi útrásarvíkinga og bankanna sem eru í eigu erlendra vogunarsjóða? Það skyldi þó ekki fara svo að við almenningur endum sem leiguliðar hjá afglöpunum og glæpamönnunum sem ollu hruninu. Mér sýnist að það sé ekki svo fjarlægur möguleiki ef stjórnmálamennirnir okkar fara ekki að gera eitthvað róttækt í málum mjög fljótlega. Annar „sérfræðingur" á sviði lánamála, Sighvatur Björgvinsson, skrifaði kostulegar greinar í Fréttablaðið nýlega sem varla eru svaraverðar, sérstaklega hvað varðar meinta hæfileika hans til að lesa hugsanir heilu kynslóðanna. Hann þykist nefnilega sjá að okkur sem erum fædd u.þ.b. á árabilinu 1967-1982 sé skítsama um aumingja gamla fólkið á Eir og íbúa „Raufarhafna landsins". Honum finnst það bera vitni um sjálfhverfu að hópur fólks sem flest er bæði í fullri vinnu og að ala upp börn skuli hafa það að forgangsmáli að forðast gjaldþrot og berjast fyrir réttlæti í skuldamálum sínum. Ég held að mörg okkar sem erum af „sjálfhverfu kynslóðinni" séum dugleg og skynsöm en okkur er ætlað að bera miklar byrðar. Við eigum, fyrir utan að vinna fulla vinnu, halda heimili og ala upp börn að borga að miklu leyti brúsann fyrir útrásargeðveikina (sem flestir stjórnmálamenn af kynslóð Sighvats dásömuðu!), borga okurvexti ofan á lánin sem við tókum fyrir of dýru húsnæði, taka á okkur kaupmáttarskerðingar og skattahækkanir, vinna undir meira álagi og í ofanálag, ef ég skil Sighvat rétt, snúa við fólksflótta frá smáþorpum á landsbyggðinni (sem a.m.k. í tilfelli Raufarhafnar stafar að töluverðu leyti af því að íbúarnir þar klúðruðu málunum sjálfir) og leysa rekstrarvanda hjúkrunarheimils (sem menn af hans kynslóð hafa rekið í þrot). Mér skilst að þú hafir dágóðan lífeyri Sighvatur. Kannski þú værir til í að splæsa á okkur orkudrykki svo við getum leyst þessi mál sem hraðast. Það væri líka áhugavert að heyra hvernig þú teldir best að við tækluðum þessi mál? Eigum við kannski að byrja á því að arka niður á Austurvöll með búsáhöld og kröfuspjöld og heimta að alþingismenn beiti sér fyrir því að skuldir Eirar verði felldar niður og kvótanum verði skilað aftur heim til Raufarhafnar? Ég er þeirrar skoðunar að í húsnæðislánaumræðunni hafi hingað til verið talað of lítið um það sem ég tel vera aðalatriðið. Það er að landsmenn eru kúgaðir og rændir með vaxtaokri! Verðtrygging þarf ekki að vera slæm ef vextirnir eru hóflegir en það eru þeir alls ekki! Verjendur kerfisins eins og það hefur verið síðustu áratugi réttlæta það með rökum sem eru í sjálfu sér fullkomlega réttmæt og hljóma í stuttu máli á þessa leið: Enginn vill lána ef hann getur ekki verið nokkuð viss um að fá alla skuldina greidda til baka. Dæmi: Ef Pétur Blöndal lánar mér fulla koníaksflösku þá vill hann fá fulla koníaksflösku til baka. Það er að sjálfsögðu eðlileg krafa hjá Pétri. En ef við berum þetta koníaksdæmi saman við veruleikann í íslenskum lánamálum þá er Pétur að krefjast þess að fá a.m.k. tvær fullar koníaksflöskur til baka. Veruleikinn sem við höfum búið við er nefnilega sá að fólk sem tekur venjulegt húsnæðislán til 40 ára með ca 5% ársvöxtum ofan á verðtrygginguna borgar að lágmarki helmingi meira en það fékk í upphafi. Svona okurlánastarfsemi þekkist ekki í öðrum löndum, nema kannski hjá samtökum eins og mafíunni og vafasömum vélhjólagengjum (þau notast samt ekki við verðtryggingu eftir því sem ég best veit). Það eru þessir okurvextir sem við þurfum að losna við og ef okkur tekst það mun það ekki aðeins gagnast okkur „sjálfhverfa liðinu" heldur líka íbúum á Eir og á Raufarhöfn og miklu, miklu fleirum. Sighvatur Björgvinsson segist vera búinn að fá nóg af stöðugu sífri yngra fólksins. Þetta sýnir að hann skilur ekki þá einföldu staðreynd að það er nánast ekkert búið að gera af viti í málunum enn þá og ég ætla rétt að vona að þetta „sífur" haldi áfram þangað til réttlætið sigrar að lokum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun