Kastljósinu beint að Sigmari Gunnar Hrafnsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þættinum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi" og síðar: "Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram…" Forsaga málsins er að í gildi hefur verið kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og RÚV um greiðslur fyrir framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum komum við til móts við þau sjónarmið RÚV-manna að framkoma í Kastljósi hefði ákveðið kynningargildi fyrir viðkomandi listamann/menn og samið var um svokallaðan "kynningartaxta" sem gilt hefur síðan og kveður á um töluverða lækkun frá taxta.Er í lagi að tónlistarmenn vinni ókeypis? Þetta sömdum við um með hálfum huga af því að með framkomu tónlistarmannanna í Kastljósi er að verða til sjónvarpsefni sem nýtur mikils áhorfs og vinsælda og á auðvitað að vera metið sem slíkt í endurgjaldi. Af hverju að semja sig niður í launum? Svarið liggur annars vegar í þrýstingi frá hluta tónlistarmanna, sem telja hagsmunum sínum vegna útgáfu hljóðrita best borgið með því að koma fram í Kastljósi þó engin laun séu í boði. Hins vegar var fallist á af okkar hálfu að létta undir með RÚV í fjársvelti þess svo þessar upptökur og útsendingar héldu þó áfram. Kjarni málsins er þó alltaf af okkar hálfu, að tónlistarmenn skapa mikil verðmæti með "Kastljósspilamennskunni" og eiga að fá borgað fyrir þau. Rétt er að benda á að aðeins hluti þeirra sem koma fram í flestum útsendingum hafa beina hagsmuni af "kynningunni" sem Sigmar er svo rausnarlegur að bjóða. Fyrst og fremst eru það þeir sem eru útgefendur og/eða höfundar og telja sig þá "ná inn fyrir kostnaði" annars staðar. Eftir sitja hinir sem taka oft þátt vegna félagslegs þrýstings og bera ekkert úr býtum.Er hægt að tala svona í forsvari fyrir opinbert fyrirtæki? Verst í þessu máli er að opinber starfsmaður skuli leyfa sér að tala á þeim nótum sem hér eru raktar. RÚV er rekið fyrir opinbert fé, ætlar stofnunin að ganga fram fyrir skjöldu með að byggja útsendingar á ókeypis vinnuframlagi annarra, þvert gegn gerðum samningum? Ég efa að starfsmenn RÚV fáist til að vinna launalaust við þáttagerð og útsendingar, er hægt að ætlast til þess af öðrum utanaðkomandi? Reyndar dettur mér í hug í því samhengi: Nú mælir göturnar mikill fjöldi ungs og vel menntaðs fólks í fjölmiðlafræði sem ekki hefur enn fengið vinnu við sitt hæfi. Leyfa mætti þeim að koma fram ókeypis í svo sem eitt sinn sem stjórnendur Kastljóss. Þau fengju kynningu til að fleyta þeim áfram í störf sem jafnvel væru launuð og spara mætti laun Sigmars. Eru ekki allir að tapa á að þetta er ekki gert?Ef við berum ekki virðingu fyrir störfum okkar, hver gerir það þá? Tónlistarlíf á Íslandi vekur um þessar mundir heimsathygli. Nýafstaðin Iceland Airwaves-hátíð ber því vitni, þegar þúsundir útlendinga flykkjast hingað til að upplifa hvað er að gerast. Grunnur þessarar öflugu tónlistarflóru er vel menntað fólk á öllum aldri sem hefur til að bera hæfileika og metnað. Ég skora á allt þetta fólk að bera nægilega virðingu fyrir sjálfu sér og starfi sínu til að beygja ekki af og láta stundarhagsmuni grafa undan framtíðartilveru sinni. Enn fremur skora ég á forráðamenn RÚV að láta ekki raddir af þessu tagi tala í sínu nafni, þeim er það ekki sæmandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. 13. nóvember 2012 11:00 Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þættinum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi" og síðar: "Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram…" Forsaga málsins er að í gildi hefur verið kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og RÚV um greiðslur fyrir framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum komum við til móts við þau sjónarmið RÚV-manna að framkoma í Kastljósi hefði ákveðið kynningargildi fyrir viðkomandi listamann/menn og samið var um svokallaðan "kynningartaxta" sem gilt hefur síðan og kveður á um töluverða lækkun frá taxta.Er í lagi að tónlistarmenn vinni ókeypis? Þetta sömdum við um með hálfum huga af því að með framkomu tónlistarmannanna í Kastljósi er að verða til sjónvarpsefni sem nýtur mikils áhorfs og vinsælda og á auðvitað að vera metið sem slíkt í endurgjaldi. Af hverju að semja sig niður í launum? Svarið liggur annars vegar í þrýstingi frá hluta tónlistarmanna, sem telja hagsmunum sínum vegna útgáfu hljóðrita best borgið með því að koma fram í Kastljósi þó engin laun séu í boði. Hins vegar var fallist á af okkar hálfu að létta undir með RÚV í fjársvelti þess svo þessar upptökur og útsendingar héldu þó áfram. Kjarni málsins er þó alltaf af okkar hálfu, að tónlistarmenn skapa mikil verðmæti með "Kastljósspilamennskunni" og eiga að fá borgað fyrir þau. Rétt er að benda á að aðeins hluti þeirra sem koma fram í flestum útsendingum hafa beina hagsmuni af "kynningunni" sem Sigmar er svo rausnarlegur að bjóða. Fyrst og fremst eru það þeir sem eru útgefendur og/eða höfundar og telja sig þá "ná inn fyrir kostnaði" annars staðar. Eftir sitja hinir sem taka oft þátt vegna félagslegs þrýstings og bera ekkert úr býtum.Er hægt að tala svona í forsvari fyrir opinbert fyrirtæki? Verst í þessu máli er að opinber starfsmaður skuli leyfa sér að tala á þeim nótum sem hér eru raktar. RÚV er rekið fyrir opinbert fé, ætlar stofnunin að ganga fram fyrir skjöldu með að byggja útsendingar á ókeypis vinnuframlagi annarra, þvert gegn gerðum samningum? Ég efa að starfsmenn RÚV fáist til að vinna launalaust við þáttagerð og útsendingar, er hægt að ætlast til þess af öðrum utanaðkomandi? Reyndar dettur mér í hug í því samhengi: Nú mælir göturnar mikill fjöldi ungs og vel menntaðs fólks í fjölmiðlafræði sem ekki hefur enn fengið vinnu við sitt hæfi. Leyfa mætti þeim að koma fram ókeypis í svo sem eitt sinn sem stjórnendur Kastljóss. Þau fengju kynningu til að fleyta þeim áfram í störf sem jafnvel væru launuð og spara mætti laun Sigmars. Eru ekki allir að tapa á að þetta er ekki gert?Ef við berum ekki virðingu fyrir störfum okkar, hver gerir það þá? Tónlistarlíf á Íslandi vekur um þessar mundir heimsathygli. Nýafstaðin Iceland Airwaves-hátíð ber því vitni, þegar þúsundir útlendinga flykkjast hingað til að upplifa hvað er að gerast. Grunnur þessarar öflugu tónlistarflóru er vel menntað fólk á öllum aldri sem hefur til að bera hæfileika og metnað. Ég skora á allt þetta fólk að bera nægilega virðingu fyrir sjálfu sér og starfi sínu til að beygja ekki af og láta stundarhagsmuni grafa undan framtíðartilveru sinni. Enn fremur skora ég á forráðamenn RÚV að láta ekki raddir af þessu tagi tala í sínu nafni, þeim er það ekki sæmandi.
Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. 13. nóvember 2012 11:00
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun