Þingnefndarformaður telur brögð í tafli á Eir 10. nóvember 2012 07:00 Ekki víst að enginn tapi á Eir segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína. Framkvæmdastjóri Eirar kom fyrir fjárlaganefndina í gær og skýrði stöðuna. Á fundinum var ákveðið að skipa samráðshópinn. Auk Björns sitja í honum fulltrúar velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga og íbúa. „Þetta er tengslahópur sem á að halda upplýstum um gang mála á meðan reynt er að finna lausn á vandanum og hann mun þá væntanlega, þegar sú lausn liggur fyrir, koma einhvern veginn að því á lokastigum til að verja sína hagsmuni,“ segir Björn Valur, sem kveður fremst á forgangslistanum að tryggja íbúum á heimilinu áframhaldandi vist þar og umsamda þjónustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hag þessa fólks til framtíðar,“ segir Björn Valur. „Það þýðir ekki að hvorki ríki eða einstaklingar tapi peningum á þessu. Það er fyrst og fremst hagur íbúanna að þeir fái að vera þarna áfram en það er ekki útséð með fjárhagslegu hliðina.“ Björn Valur segir fullt tilefni til að rannsaka gaumgæfilega hvernig félagið gat steypt sér í jafn hrikalegar skuldir og raun ber vitni og stefnt þannig fjárhag íbúa í hættu. „Ég lít þannig á að ef ég sel þér eitthvað og þú borgar fyrir það, en ég á það ekki, þá eru til ákveðin orð og hugtök yfir það. Það er það sem þarna hefur gerst.“ Er Björn Valur að segja að þetta séu svik? „Þetta lítur þannig út fyrir mér að þarna hafi verið stundaðar einhvers konar blekkingar, já,“svarar hann og kveður rannsóknar þörf. „Í kjölfarið ræðst hvert framhaldið verður, hvort það verður lögreglurannsókn eða eitthvað annað. En þarna var verið að selja eitthvað sem menn vissu að þeir áttu ekki. Það er augljóst þeim sem hafa skoðað þetta. Það er hagur allra að þetta verði rannsakað, ekki síst þeirra sem búa þarna, og við munum veita þeim þann stuðning sem við teljum nauðsynlegan til þess, því að það þarf sömuleiðis að verja hag ríkisins og skattborgara.“ Ríkisendurskoðun segir í yfirlýsingu í gær að samkvæmt lögum hafi hún átt að endurskoða reikninga vegna hjúkrunarþjónustu Eirar fyrir aldraða, enda borgi ríkið daggjöld fyrir þá þjónustu. „Endurskoðunarumboðið tekur á hinn bóginn ekki til annarra þátta í starfsemi Eirar, svo sem umsýslu fasteigna. Engu máli skiptir þótt sú starfsemi sé á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins,“ undirstrikar ríkisendurskoðun, sem kveðst ekki hafa gert athugsemdir við beiðnir Eirar um veðsetningar á árinu 2010 þar sem umræddar fjárfestingar hafi verið í þágu starfsemi Eirar eins og henni sé lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. - sh, gar Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína. Framkvæmdastjóri Eirar kom fyrir fjárlaganefndina í gær og skýrði stöðuna. Á fundinum var ákveðið að skipa samráðshópinn. Auk Björns sitja í honum fulltrúar velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga og íbúa. „Þetta er tengslahópur sem á að halda upplýstum um gang mála á meðan reynt er að finna lausn á vandanum og hann mun þá væntanlega, þegar sú lausn liggur fyrir, koma einhvern veginn að því á lokastigum til að verja sína hagsmuni,“ segir Björn Valur, sem kveður fremst á forgangslistanum að tryggja íbúum á heimilinu áframhaldandi vist þar og umsamda þjónustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hag þessa fólks til framtíðar,“ segir Björn Valur. „Það þýðir ekki að hvorki ríki eða einstaklingar tapi peningum á þessu. Það er fyrst og fremst hagur íbúanna að þeir fái að vera þarna áfram en það er ekki útséð með fjárhagslegu hliðina.“ Björn Valur segir fullt tilefni til að rannsaka gaumgæfilega hvernig félagið gat steypt sér í jafn hrikalegar skuldir og raun ber vitni og stefnt þannig fjárhag íbúa í hættu. „Ég lít þannig á að ef ég sel þér eitthvað og þú borgar fyrir það, en ég á það ekki, þá eru til ákveðin orð og hugtök yfir það. Það er það sem þarna hefur gerst.“ Er Björn Valur að segja að þetta séu svik? „Þetta lítur þannig út fyrir mér að þarna hafi verið stundaðar einhvers konar blekkingar, já,“svarar hann og kveður rannsóknar þörf. „Í kjölfarið ræðst hvert framhaldið verður, hvort það verður lögreglurannsókn eða eitthvað annað. En þarna var verið að selja eitthvað sem menn vissu að þeir áttu ekki. Það er augljóst þeim sem hafa skoðað þetta. Það er hagur allra að þetta verði rannsakað, ekki síst þeirra sem búa þarna, og við munum veita þeim þann stuðning sem við teljum nauðsynlegan til þess, því að það þarf sömuleiðis að verja hag ríkisins og skattborgara.“ Ríkisendurskoðun segir í yfirlýsingu í gær að samkvæmt lögum hafi hún átt að endurskoða reikninga vegna hjúkrunarþjónustu Eirar fyrir aldraða, enda borgi ríkið daggjöld fyrir þá þjónustu. „Endurskoðunarumboðið tekur á hinn bóginn ekki til annarra þátta í starfsemi Eirar, svo sem umsýslu fasteigna. Engu máli skiptir þótt sú starfsemi sé á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins,“ undirstrikar ríkisendurskoðun, sem kveðst ekki hafa gert athugsemdir við beiðnir Eirar um veðsetningar á árinu 2010 þar sem umræddar fjárfestingar hafi verið í þágu starfsemi Eirar eins og henni sé lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. - sh, gar
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira