Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu 7. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun