Rannsókn á rannsókn ofan Hrafn Bragason skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Við nýlegt hlutafjárútboð Eimskips vakti það athygli að ýmsir lífeyrissjóðir vildu ekki vera með. Sumpart fyrir of hátt verð en þó líklega aðallega vegna óheyrilegra kjara og afslátta til lykilstjórnenda félagins við útboðið. Þótti mönnum sem stjórnendur Eimskips hefðu ekkert lært af hruninu og sigldu fleyi sínu beint í ófæran boðann. Bloggarar og stjórnmálamenn vilja þakka sér afstöðu lífeyrissjóðanna og telja sig hafa haft vit fyrir þeim. Þeir mega auðvitað vel gera það. Rétthafar lífeyrissjóðanna geta hins vegar spurt sig að því hvort aðkomu þessara aðila þurfti nokkuð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Samtök lífeyrissjóða efndu til úttektar á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þeirri úttekt var skilað í febrúar síðastliðnum. Niðurstaða hennar var meðal annars sú að vandræði lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins hefðu stafað af ríkjandi viðskiptaumhverfi og þeim anda sem þar var ríkjandi. Þá var á það bent að með samstarfi gætu lífeyrissjóðirnir haft mikil og heillavænleg áhrif á fjármálamarkaðinn og gert hann heilbrigðari. Áður en úttektinni var skilað höfðu sumir lífeyrissjóðir þegar hafið vinnu við breytta stefnumótun um fjárfestingar sínar og setningu siðareglna varðandi þær. Það var von úttektarnefndarinnar að þeirri vinnu yrði haldið áfram og kom hún með margar ábendingar í því skyni. Margar þeirra áttu sér fyrirmyndir erlendis. Vissulega var úttektinni misjafnlega tekið á opinberum vettvangi þótt nefndarmenn hafi ekkert fengið nema þakkir frá rétthöfum lífeyrissjóðanna. Ýmsir alþingismenn gagnrýndu nefndina á nefndarfundi fyrir að hafa ekki nægilega persónugert það sem á hafði skort um fjárfestingarstefnu og aðra stjórnarhætti. Kastljós sjónvarpsins tók strax kvöldið sem skýrslan var kynnt sama pól í hæðina án þess ljóslega að hafa nokkuð kynnt sér hvað stóð á næstum 700 síðum skýrslunnar. Þingmaður, sem síðar sýndist leiða umfjöllun þingsins og tillögugerð, gerði það sama, strax daginn eftir kynninguna, þegar hann að því er virtist hafði ekki lesið nema fyrstu blaðsíður skýrslunnar. Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur síðan gert tillögu um að ráðist verði í miklu umfangsmeiri skýrslu um lífeyrissjóðina sem ná á yfir lengra tímabil. Slík nefnd hefur enn ekki verið skipuð og mátti ráða af orðum forseta Alþingis að hún væri að vonum nokkuð hugsandi yfir öllum þeim rannsóknarnefndum sem þingmenn óska eftir. Þeir væru ef til vill tregari til að kynna sér útkomnar rannsóknir og úttektir með íhygli. Það er enda lítt opinbert leyndarmál að hæfir menn fást orðið treglega til þessara erfiðu og umfangsmiklu verkefna. Þá sýnist bert að rannsóknarglöðustu þingmennirnir hafa fordóma gagnvart sumum þeirra sem helst koma til greina til slíkra verka. Það er eðlilega skylda þingmanna að afla sér sem gleggsta mynd af því sem gerðist hér árin fyrir hrun. Allt verður þó að vera í hófi og eftir þær umfangsmiklu rannsóknir sem fyrir liggja er kominn tími til að byggja á þekkingunni sem fyrir liggur. Það virðast lífeyrissjóðirnir að einhverju leyti ætla að gera, megi taka mark á ofangreindri afstöðu þeirra. Þá hefur fjármálaráðherra skipað nefnd til að koma á úrbótum á lífeyrissjóðalögunum og Fjármálaeftirlitið hefur aukið og bætt eftirlit sitt. Á nauðsyn þessa benti úttektarnefndin og kom með tillögur um. Lögreglu- og björgunarsveitahugsunarháttur á eðlilega stundum við en ætlum við Íslendingar að læra af hruninu verðum við að setja fyrirbyggjandi reglur í lög og reka fyrirtækin með langtímamarkmið í huga. Það væri ef til vill gott fyrir suma þingmenn og stjórnendur félaga og fyrirtækja að gera sér grein fyrir því að til er fólk sem stjórnast ekki aðeins af peningum heldur á sér starfslegan metnað. Jákvæðni og framfarahugsun reynist oftast betur en tortryggni og sífelldar úrtölur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við nýlegt hlutafjárútboð Eimskips vakti það athygli að ýmsir lífeyrissjóðir vildu ekki vera með. Sumpart fyrir of hátt verð en þó líklega aðallega vegna óheyrilegra kjara og afslátta til lykilstjórnenda félagins við útboðið. Þótti mönnum sem stjórnendur Eimskips hefðu ekkert lært af hruninu og sigldu fleyi sínu beint í ófæran boðann. Bloggarar og stjórnmálamenn vilja þakka sér afstöðu lífeyrissjóðanna og telja sig hafa haft vit fyrir þeim. Þeir mega auðvitað vel gera það. Rétthafar lífeyrissjóðanna geta hins vegar spurt sig að því hvort aðkomu þessara aðila þurfti nokkuð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Samtök lífeyrissjóða efndu til úttektar á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þeirri úttekt var skilað í febrúar síðastliðnum. Niðurstaða hennar var meðal annars sú að vandræði lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins hefðu stafað af ríkjandi viðskiptaumhverfi og þeim anda sem þar var ríkjandi. Þá var á það bent að með samstarfi gætu lífeyrissjóðirnir haft mikil og heillavænleg áhrif á fjármálamarkaðinn og gert hann heilbrigðari. Áður en úttektinni var skilað höfðu sumir lífeyrissjóðir þegar hafið vinnu við breytta stefnumótun um fjárfestingar sínar og setningu siðareglna varðandi þær. Það var von úttektarnefndarinnar að þeirri vinnu yrði haldið áfram og kom hún með margar ábendingar í því skyni. Margar þeirra áttu sér fyrirmyndir erlendis. Vissulega var úttektinni misjafnlega tekið á opinberum vettvangi þótt nefndarmenn hafi ekkert fengið nema þakkir frá rétthöfum lífeyrissjóðanna. Ýmsir alþingismenn gagnrýndu nefndina á nefndarfundi fyrir að hafa ekki nægilega persónugert það sem á hafði skort um fjárfestingarstefnu og aðra stjórnarhætti. Kastljós sjónvarpsins tók strax kvöldið sem skýrslan var kynnt sama pól í hæðina án þess ljóslega að hafa nokkuð kynnt sér hvað stóð á næstum 700 síðum skýrslunnar. Þingmaður, sem síðar sýndist leiða umfjöllun þingsins og tillögugerð, gerði það sama, strax daginn eftir kynninguna, þegar hann að því er virtist hafði ekki lesið nema fyrstu blaðsíður skýrslunnar. Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur síðan gert tillögu um að ráðist verði í miklu umfangsmeiri skýrslu um lífeyrissjóðina sem ná á yfir lengra tímabil. Slík nefnd hefur enn ekki verið skipuð og mátti ráða af orðum forseta Alþingis að hún væri að vonum nokkuð hugsandi yfir öllum þeim rannsóknarnefndum sem þingmenn óska eftir. Þeir væru ef til vill tregari til að kynna sér útkomnar rannsóknir og úttektir með íhygli. Það er enda lítt opinbert leyndarmál að hæfir menn fást orðið treglega til þessara erfiðu og umfangsmiklu verkefna. Þá sýnist bert að rannsóknarglöðustu þingmennirnir hafa fordóma gagnvart sumum þeirra sem helst koma til greina til slíkra verka. Það er eðlilega skylda þingmanna að afla sér sem gleggsta mynd af því sem gerðist hér árin fyrir hrun. Allt verður þó að vera í hófi og eftir þær umfangsmiklu rannsóknir sem fyrir liggja er kominn tími til að byggja á þekkingunni sem fyrir liggur. Það virðast lífeyrissjóðirnir að einhverju leyti ætla að gera, megi taka mark á ofangreindri afstöðu þeirra. Þá hefur fjármálaráðherra skipað nefnd til að koma á úrbótum á lífeyrissjóðalögunum og Fjármálaeftirlitið hefur aukið og bætt eftirlit sitt. Á nauðsyn þessa benti úttektarnefndin og kom með tillögur um. Lögreglu- og björgunarsveitahugsunarháttur á eðlilega stundum við en ætlum við Íslendingar að læra af hruninu verðum við að setja fyrirbyggjandi reglur í lög og reka fyrirtækin með langtímamarkmið í huga. Það væri ef til vill gott fyrir suma þingmenn og stjórnendur félaga og fyrirtækja að gera sér grein fyrir því að til er fólk sem stjórnast ekki aðeins af peningum heldur á sér starfslegan metnað. Jákvæðni og framfarahugsun reynist oftast betur en tortryggni og sífelldar úrtölur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun