Jöfnuður fyrir leigjendur Lúðvík Geirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigjendur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum. Í fréttaskýringu um leigumarkaðinn sem birtist hér í Fréttablaðinu á dögunum kom m.a. fram að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 9% af raunvirði frá ársbyrjun 2011 eða þrefalt meira en almennt húsnæðisverð. Á sama tíma hefur íbúum í leiguhúsnæði stórfjölgað. Íbúðakaupendur hafa í gegnum tíðina fengið niðurgreiddan vaxtakostnað með vaxtabótagreiðslum. Eftir efnahagshrunið var bætt verulegum fjármunum í vaxtabótakerfið sem allir húsnæðiskaupendur hafa átt rétt til og að stórum hluta án nokkurra tekjutenginga. Þannig hefur vaxtakostnaður vegna húsnæðislána verið greiddur niður um nær þriðjung síðustu árin. Á sama tíma hafa eingöngu þeir tekjulægstu í samfélaginu átt rétt á stuðningi vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Mikill meirihluti leigjenda hefur ekki átt rétt á neinum stuðningi eða niðurgreiðslu. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horfir nú loks til betri tíðar. Tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi voru kynntar fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í nýju húsnæðisbótakerfi. Þar sitji allir við sama borð og hafi sama rétt, hvort heldur þeir eru að fjárfesta í húsnæði eða eru á leigumarkaði. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir umtalsverðum viðbótarfjárveitingum til að mæta sérstökum niðurgreiðslum til leigjenda. Fyrstu áfangar í nýju húsnæðisbótakerfi munu taka gildi í byrjun komandi árs. Þá er ráðgert að tekjuviðmið vegna húsaleigubóta hækki og grunnur húsaleigubóta hækki. Í kjölfarið verða tekin frekari skref í átt að einu samfelldu húsnæðisbótakerfi sem hefur það markmið að tryggja jöfnuð og bætta stöðu allra, jafnt leigjenda sem kaupenda. Þetta er stórt réttindamál sem skiptir okkur öll miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigjendur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum. Í fréttaskýringu um leigumarkaðinn sem birtist hér í Fréttablaðinu á dögunum kom m.a. fram að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 9% af raunvirði frá ársbyrjun 2011 eða þrefalt meira en almennt húsnæðisverð. Á sama tíma hefur íbúum í leiguhúsnæði stórfjölgað. Íbúðakaupendur hafa í gegnum tíðina fengið niðurgreiddan vaxtakostnað með vaxtabótagreiðslum. Eftir efnahagshrunið var bætt verulegum fjármunum í vaxtabótakerfið sem allir húsnæðiskaupendur hafa átt rétt til og að stórum hluta án nokkurra tekjutenginga. Þannig hefur vaxtakostnaður vegna húsnæðislána verið greiddur niður um nær þriðjung síðustu árin. Á sama tíma hafa eingöngu þeir tekjulægstu í samfélaginu átt rétt á stuðningi vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Mikill meirihluti leigjenda hefur ekki átt rétt á neinum stuðningi eða niðurgreiðslu. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horfir nú loks til betri tíðar. Tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi voru kynntar fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í nýju húsnæðisbótakerfi. Þar sitji allir við sama borð og hafi sama rétt, hvort heldur þeir eru að fjárfesta í húsnæði eða eru á leigumarkaði. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir umtalsverðum viðbótarfjárveitingum til að mæta sérstökum niðurgreiðslum til leigjenda. Fyrstu áfangar í nýju húsnæðisbótakerfi munu taka gildi í byrjun komandi árs. Þá er ráðgert að tekjuviðmið vegna húsaleigubóta hækki og grunnur húsaleigubóta hækki. Í kjölfarið verða tekin frekari skref í átt að einu samfelldu húsnæðisbótakerfi sem hefur það markmið að tryggja jöfnuð og bætta stöðu allra, jafnt leigjenda sem kaupenda. Þetta er stórt réttindamál sem skiptir okkur öll miklu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun