Mikil andstaða við lokun Laugavegar 26. október 2012 06:00 Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun