Hausverkur tveggja ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. október 2012 06:00 Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar