Árinni kennir illur ræðari Kristinn Guðmundsson skrifar 20. október 2012 06:00 Slegið er á kunnuglega strengi í grein Sveins Inga Lýðssonar í Fréttablaðinu 18. október (bls. 24) og hann er ekki að vanda meðulin til að réttlæta og dásama fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg. Það er alltaf hvimleitt þegar greinaskrifendur rökstyðja viðhorf sín með fullyrðingum sem eru úr lausu lofti gripnar. Það er að vísu rétt hjá Sveini að bæta má öryggi Álftanesvegar og óhöpp eru tíð á ákveðnum stöðum á núverandi vegi. Upplýsingar um óhöpp sem þarna hafa átt sér stað má fá hjá Vegagerð ríkisins og þá er rétt að skoða óhöpp sem tengjast þeim kafla Álftanesvegar sem ætlunin er að flytja til norðurs. Mörg þeirra má rekja til þeirrar kunnu staðreyndar að vegahallinn er sums staðar ekki réttur. Ástæður þess að vegarhallinn er ekki eins og hann ætti að vera má rekja til þess að upphaflega var þarna malarvegur og yfir hann var á sínum tíma lögð olíumöl og seinna malbik án þess að gerðar væru nauðsynlegar endurbætur á veginum. En auðvitað hefur þetta ekkert með vegarstæðið að gera. Óskynsamlegur akstur veldur líka óhöppum og slysum, þarna sem annars staðar, og allt of oft er ekið greitt á milli byggða á þessum „lélega“ vegi í þeirri ungæðislegu fullvissu að ekkert hendi viðkomandi. Það er fásinna að halda því fram að nýtt vegarstæði, eitt og sér, breyti framangreindu. Það má jafnvel búast við að vegarbætur freisti til hraðari aksturs og því miður verða afleiðingar óhappa því ljótari sem hraðinn er meiri. Það er nöturleg staðreynd að hvatinn að tilfærslu Álftanesvegar út í hraunbreiðuna er nýleg ákvörðun skipulagsyfirvalda í Garðabæ. Gefið var leyfi fyrir framkvæmdum og byggingu á fáeinum íbúðarhúsum norðan við núverandi vegarstæði. Ég vil halda því fram að þessi ákvörðun hafi í besta falli verið mistök og kann því illa þegar gömul úrelt sjónarmið sem rötuðu í aðalskipulag fyrir áratugum síðan um að nýta hraunið undir íbúðabyggð og nýleg ákvörðun um að framfylgja því sjónarmiði eru notuð sem rök til að réttlæta það nú að leggja stóran hluta hraunsins, sem fólk kallar í daglegu tali Gálgahraun norðan Álftanesvegar, undir hús og vegi og kalla það „Hraunprýði“. Það er líka grátbroslegt að verða vitni að því þegar fólk heldur því blákalt fram að við val á nýju vegarstæði hafi verið sneytt hjá einstaka blettum sem sýnt hefur verið fram á að hafa sérstakt verndunargildi. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess að í framtíðinni geti sömu aðilar keyrt, með hliðarúðuna niðurdregna og spýtt í átt að t.d. eftirlætis klettamyndum meistara Kjarvals og síðan spýtt í frá öllu saman. Við sem viljum njóta náttúru og fegurðar án ramma mannvirkja sjáum okkar hagsmuni fyrir borð borna og þykir miður að okkar sjónarmið eru ekki metin af sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Slegið er á kunnuglega strengi í grein Sveins Inga Lýðssonar í Fréttablaðinu 18. október (bls. 24) og hann er ekki að vanda meðulin til að réttlæta og dásama fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg. Það er alltaf hvimleitt þegar greinaskrifendur rökstyðja viðhorf sín með fullyrðingum sem eru úr lausu lofti gripnar. Það er að vísu rétt hjá Sveini að bæta má öryggi Álftanesvegar og óhöpp eru tíð á ákveðnum stöðum á núverandi vegi. Upplýsingar um óhöpp sem þarna hafa átt sér stað má fá hjá Vegagerð ríkisins og þá er rétt að skoða óhöpp sem tengjast þeim kafla Álftanesvegar sem ætlunin er að flytja til norðurs. Mörg þeirra má rekja til þeirrar kunnu staðreyndar að vegahallinn er sums staðar ekki réttur. Ástæður þess að vegarhallinn er ekki eins og hann ætti að vera má rekja til þess að upphaflega var þarna malarvegur og yfir hann var á sínum tíma lögð olíumöl og seinna malbik án þess að gerðar væru nauðsynlegar endurbætur á veginum. En auðvitað hefur þetta ekkert með vegarstæðið að gera. Óskynsamlegur akstur veldur líka óhöppum og slysum, þarna sem annars staðar, og allt of oft er ekið greitt á milli byggða á þessum „lélega“ vegi í þeirri ungæðislegu fullvissu að ekkert hendi viðkomandi. Það er fásinna að halda því fram að nýtt vegarstæði, eitt og sér, breyti framangreindu. Það má jafnvel búast við að vegarbætur freisti til hraðari aksturs og því miður verða afleiðingar óhappa því ljótari sem hraðinn er meiri. Það er nöturleg staðreynd að hvatinn að tilfærslu Álftanesvegar út í hraunbreiðuna er nýleg ákvörðun skipulagsyfirvalda í Garðabæ. Gefið var leyfi fyrir framkvæmdum og byggingu á fáeinum íbúðarhúsum norðan við núverandi vegarstæði. Ég vil halda því fram að þessi ákvörðun hafi í besta falli verið mistök og kann því illa þegar gömul úrelt sjónarmið sem rötuðu í aðalskipulag fyrir áratugum síðan um að nýta hraunið undir íbúðabyggð og nýleg ákvörðun um að framfylgja því sjónarmiði eru notuð sem rök til að réttlæta það nú að leggja stóran hluta hraunsins, sem fólk kallar í daglegu tali Gálgahraun norðan Álftanesvegar, undir hús og vegi og kalla það „Hraunprýði“. Það er líka grátbroslegt að verða vitni að því þegar fólk heldur því blákalt fram að við val á nýju vegarstæði hafi verið sneytt hjá einstaka blettum sem sýnt hefur verið fram á að hafa sérstakt verndunargildi. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess að í framtíðinni geti sömu aðilar keyrt, með hliðarúðuna niðurdregna og spýtt í átt að t.d. eftirlætis klettamyndum meistara Kjarvals og síðan spýtt í frá öllu saman. Við sem viljum njóta náttúru og fegurðar án ramma mannvirkja sjáum okkar hagsmuni fyrir borð borna og þykir miður að okkar sjónarmið eru ekki metin af sanngirni.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar