Innlent

Nánast allir komnir á netið

GB skrifar
Tölvur eru nú á 96 prósentum íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95 prósentum þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun Íslendinga.

Netnotendum hér á landi hefur fjölgað nokkuð frá síðasta ári og eru nú tæp 96 prósent landsmanna.

Undanfarin ár hafa netnotendur mælst flestir á Íslandi og Noregi af öllum ríkjum EES.

Nærri helmingur íslenskra netnotenda tengist netinu með farsíma eða snjallsíma, eða 44 prósent. Nærri helmingur þeirra, eða 45 prósent, tengist netinu þannig daglega.

Þá kemur fram að fjörutíu prósent íslenskra netnotenda tengjast netinu utan heimilis með fartölvum, sem er aukning um sjö prósent frá fyrra ári.

Hagstofan hefur gert rannsóknir á tölvu- og netnotkun Íslendinga á hverju ári síðan 2002. Rannsóknin fer jafnan þannig fram að hringt er í handahófskennt úrtak 2.100 manna og spurningar lagðar fyrir. Sams konar rannsókn er gerð í 29 öðrum Evrópuríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×