Innlent

Hér ræður reynslan af Huawei framhaldinu

OKÁ skrifar
Mike Roges nefndarformaður kynnir skýrslu sem telur kínversk tæknifyrirtæki ógna öryggi í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/AP
Mike Roges nefndarformaður kynnir skýrslu sem telur kínversk tæknifyrirtæki ógna öryggi í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/AP
Bandarísk þingnefnd sem fjallar um öryggismál leggst gegn því að kínversku tæknifyrirtækin Huawei og ZTE fái að eiga viðskipti í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sögð ógna öryggi landsins vegna mögulegra áhrifa frá stjórnvöldum í Kína og hættunnar á njósnum.

Tæknirisinn Huawei er næstumsvifamesti framleiðandi netbeina (e. router) í heiminum, á eftir sænska fyrirtækinu Ericsson. ZTE er í fimmta sæti í heiminum á sviði farsíma.

Huawei hafnaði í gær aðdróttunum þingnefndarinnar. Í yfirlýsingu Williams Plummer, aðstoðarforstjóra Huawei, sagði hann fráleitt að fyrirtækið myndi hætta viðskiptahagsmunum með ólögmætu framferði. Þá hvöttu stjórnvöld í Kína bandarísk stjórnvöld til að „láta fordóma til hliðar“ og reyna fremur að stuðla að efnahagslegri samvinnu ríkjanna.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone á Íslandi, býst ekki við því að nýtt álit bandarísku þingnefndarinnar breyti nokkru í afstöðu fyrirtækisins til kínverska tæknirisans Huawei. „Vodafone Global mælir sterklega með þeim og okkar reynsla af þeim er góð,“ segir hann. „Sú reynsla verður að ráða för í okkar fjárfestingum og tækniuppbyggingu.“

Þá segist Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA, telja ásakanirnar á hendur Huawei langsóttar, þótt sjálfsagt sé að fylgjast með þróun mála. Hún telur að viðskiptahagsmunir kunni að vega þungt í afstöðu Bandaríkjamanna til kínversku tæknifyrirtækjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×