Hljómfagurt og melódískt Trausti Júlíusson skrifar 9. október 2012 00:01 Biggi Hilmars All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira