Bráðskemmtilegur túr Sara McMahon skrifar 1. október 2012 00:01 "Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast,“ segir meðal annars í gagnrýni um uppistand Svíans Johans Glans. mynd/Johanna Ankarcrona Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira