Erlent

Níu ára með loftbyssu stal rafmagnsbíl

Níu ára dreng tókst að stela rafmagnsbíl í eigu Gautaborgar í Svíþjóð með því að kalla að byssa sem hann bar væri hlaðin. Stráksi settist undir stýri og ók á 30 til 35 km hraða á undan ökumönnum á öðrum rafmagnsbíl og fleiri sem veittu honum eftirför.

Samkvæmt frétt á vef Aftonbladet lenti ungi ökumaðurinn í árekstri við hringtorg í Gautaborg. Hann hljóp af vettvangi en var fljótt hlaupinn uppi.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku. Talið er að hann hafi verið með loftbyssu.

-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×