Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Jón Þór Ólafsson skrifar 27. september 2012 06:00 Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun