Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar