Þjóðareignina í stjórnarskrána 27. september 2012 06:00 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar