Hver ráðstafar tekjunum þínum? Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar