Barnfóstra internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun