Barnfóstra internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar