Almannahagur til lengri tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 12. september 2012 08:45 Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun